Flugmaður einkaþotunnar tilkynnti um atvikið eftir flugtak og bað um leyfi til þess að fljúga í hringi eftir að þotan fór í loftið frá Teterboro flugvellinum í New Jersey, en of mikið bensín var á tanki þotunnar til þess að flugstjórinn treysti sér til að lenda.
Slökkvilið og aðrir viðbragsaðilar voru á flugvellinum þegar þotan lenti og gekk lendingin vonum framar, en samkvæmt TMZ voru níu slökkvliðsbílar og tólf sjúkrabílar á svæðinu.
Rapparinn kom fram á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi ásamt Aerosmith og rapparanum 21 Savage og fluttu þeir lagið „Rockstar“ saman, en það er eitt vinsælasta lag Post Malone. Þá vann rapparinn verðlaun fyrir lagið í flokknum „lag ársins“.
Tilkynning flugstjórans til flugturnsins má heyra í myndbrotinu hér að neðan.