Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2018 13:34 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 fyrir Íslands hönd. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður fyrir hönd DanmerkurÞetta verður í 15. skipti sem verðlaunin verða afhent en úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 30. október í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs.Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum, tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi en það er Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa í dómnefndinni; Börk Gunnarsson, Helgu Þórey Jónsdóttur og Hilmar Oddsson.Eftirfarandi myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Lesa má nánari rökstuðning fyrir myndirnar á vef Norðurlandaráðs.Ísland Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, Ólaf Egil Egilsson, handritshöfund, og Marianne Slot og Carine Leblanc, framleiðendur.Danmörk Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra og handritshöfund, og Per Damgaard Hansen, Julie Waltersdorph Hansen og Anton Mána Svansson, framleiðendur.Noregur Thelma eftir Joachim Trier, leikstjóra og handritshöfund, Eskil Vogt, handritshöfund, og Thomas Robsahm, framleiðanda.Svíþjóð Korparna eftir Jens Assur, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jan Marnell og Tom Persson, framleiðendur.Finnland Góðhjartaði drápsmaðurinn eftir Teemu Nikki, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jani Pösö, framleiðanda. Menning Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 fyrir Íslands hönd. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður fyrir hönd DanmerkurÞetta verður í 15. skipti sem verðlaunin verða afhent en úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 30. október í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs.Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum, tæpum sex milljónum íslenskra króna, og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi en það er Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa í dómnefndinni; Börk Gunnarsson, Helgu Þórey Jónsdóttur og Hilmar Oddsson.Eftirfarandi myndir eru tilnefndar til verðlaunanna. Lesa má nánari rökstuðning fyrir myndirnar á vef Norðurlandaráðs.Ísland Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, Ólaf Egil Egilsson, handritshöfund, og Marianne Slot og Carine Leblanc, framleiðendur.Danmörk Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason, leikstjóra og handritshöfund, og Per Damgaard Hansen, Julie Waltersdorph Hansen og Anton Mána Svansson, framleiðendur.Noregur Thelma eftir Joachim Trier, leikstjóra og handritshöfund, Eskil Vogt, handritshöfund, og Thomas Robsahm, framleiðanda.Svíþjóð Korparna eftir Jens Assur, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jan Marnell og Tom Persson, framleiðendur.Finnland Góðhjartaði drápsmaðurinn eftir Teemu Nikki, leikstjóra, handritshöfund og framleiðanda, og Jani Pösö, framleiðanda.
Menning Tengdar fréttir Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58 Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Benedikt Erlingsson afhenti honum verðlaunin. 27. október 2015 19:58
Hross í oss vann kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Reykjavíkurborg fékk náttúru- og umhverfisverðlaun ráðsins. 29. október 2014 18:16