Menningarnóttin sem draumur í safnaradós Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Flöskur streymdu til Sorpu í Ánanaustum í gær. Fréttablaðið/Garðar Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Gríðarleg stemning var í miðborg Reykjavíkur á laugardag er Menningarnótt fór fram í einmuna blíðu. Að mati lögreglu sóttu á annað hundrað þúsund manns hátíðina. Viðburðinum fylgdu mikil viðskiptatækifæri, ekki síst fyrir veitingahús og alls kyns götusala. Þá veittu útsendarar Fréttablaðsins því athygli að dósa- og flöskusafnarar voru á þönum langt fram eftir öllu enda virtust gestir Menningarnætur alveg sérstaklega þyrstir í sólinni. Hátíðin var því mikil búbót fyrir þennan hóp. Hjá endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum var linnulítill straumur fólks með flöskur og dósir síðdegis í gær. Þær upplýsingar fengust hins vegar hjá starfsmanni Sorpu að ekki hefði óvenjumikið skilað sér í endurvinnsluna því stórsafnararnir hefðu ekki enn látið sjá sig.Það var kátt á hjalla um alla borgina á Menningarnótt. Fréttablaðið/StefánÁberandi var hversu mannskapurinn dreifðist vel um miðborgina allan daginn enda fjölbreytt dagskrá í boði um allar trissur. Hið árlega Reykjavíkurmaraþon var á sínum stað fyrri hluta dags og voru yfir 14 þúsund manns skráðir til leiks og hlupu ýmsar vegalengdir. Vegna veðurblíðunnar og fjölda gesta var lögreglan við ýmsu búin. Í uppgjöri hennar eftir hátíðina kom meðal annars fram að 93 mál hefðu komið upp á lögreglustöðinni í miðbænum frá klukkan sjö um kvöldið þar til sex á sunnudagsmorgun. Þar á meðal var líkamsárás, slagsmál og stympingar á meðal ungmenna auk þó nokkurra mála vegna ölvunar og fólks sem var ósjálfbjarga. „Hellt var niður þó nokkru af áfengi hjá unglingum undir aldri. Mikill fjöldi gesta sótti miðborg Reykjavíkur og var því erill hjá lögreglu samkvæmt því. Tíu aðilar gistu fangageymslur vegna ýmissa mála,“ segir um verkefnin hjá lögreglustöð 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira