Útlendingastofnun afturreka með yfir helming brottvísana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einungis staðfestar af kærunefnd í um það bil helmingi tilvika. Fréttablaðið/GVA Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Einungis 43 prósent ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann einstaklinga sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi voru staðfest af kærunefnd útlendingamála í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að hlutfallið sé frekar hátt,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður nefndarinnar, aðspurður um samanburð við kærunefndir í stjórnsýslunni almennt. Hann segir að skipta megi þessum málum í tvo flokka. Annars vegar séu það mál sem tengjast afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og hins vegar ákvarðanir um brottvísun þeirra sem verið hafa hér of lengi eða sakamanna sem hafa fengið og afplánað dóma hér á landi. Í fyrra tilvikinu er heimilt að ákvarða brottvísun og endurkomubann ef umsóknin er talin bersýnilega tilhæfulaus. Er þessu einkum beitt í málum einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum ríkjum. Hjörtur segir staðfestingarhlutfall nefndarinnar hafa verið um það bil 43 prósent í þessum málum í fyrra og í langflestum tilvikum var það brottvísunin sem felld var úr gildi eða í um það bil 80 prósentum tilvika. Ástæðan var ýmist sú að ákvörðun var ekki í samræmi við útlendingalög eða stjórnsýslulög. Í hinum málaflokknum, það er málum sem ekki tengjast umsóknum um vernd heldur varða fólk sem verið hefur of lengi á landinu eða er að ljúka afplánun dóma, og hefur í kjölfarið verið birt ákvörðun um brottvísun og endurkomubann, er staðfestingarhlutfallið 58 prósent en nefndin úrskurðaði í alls 32 málum af þessum toga í fyrra. Ástæðurnar fyrir því að svo margar ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi hjá kærunefndinni eru ýmsar, segir Hjörtur. Hann bendir á að nefndin hafi fyrst farið að fá þessar þessar almennu brottvísanir, sem ekki tengjast umsóknum um hæli, eftir gildistöku nýju útlendingalaganna 1. janúar 2017. Þá fékk nefndin til sín töluvert af gömlum málum sem legið höfðu í innanríkisráðuneytinu, (nú dómsmálaráðuneytinu) í töluverðan tíma. „Og það sem gerist oft þegar mál bíða er að þá breytast aðstæður,“ segir Hjörtur. Þannig hafi nefndin ekki verið ósammála mati Útlendingastofnunar í öllum tilvikum heldur hafi aðstæður einstaklingsins breyst sem kalli á aðra úrlausn máls hans. Um brottvísanir þeirra sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd segir Hjörtur hins vegar að í málum sem nefndin fékk til sín í upphafi síðasta árs hafi Útlendingastofnun verið að fara styttri leið en nefndin taldi rétta og því hafi fleiri ákvarðanir verið felldar úr gildi. Staðfestingarhlutfallið hafi svo aftur farið hækkandi með vorinu. Í ágúst hafi svo komið ný reglugerð sem stofnunin fór að beita. „Við töldum þá reglugerð, allavega eins og henni var beitt, ekki hafa lagagrundvöll þannig að þá fórum við aftur að fella úr gildi.“ Hann segir þó meiri ró að komast yfir þetta núna og það sem af er ári hefur staðfestingarhlutfallið hækkað úr 43 prósentum upp í 57 prósent. Um það bil 60 prósent af þeim ákvörðunum sem felldar eru úr gildi, eru vegna brottvísana, samanborið við 80 prósent í fyrra. Aðspurður segist Hjörtur ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve hátt hlutfall ákvarðana Útlendingastofnunar sé kært til nefndarinnar. „Ég myndi þó segja að langflestar ákvarðanir væru kærðar.“ Hlutfallið sé lægra í málum þeirra sem koma frá öruggum ríkjum. Þeir sætti sig frekar við niðurstöðuna. Langflest svokölluð Dyflinnarmál séu hins vegar kærð eða á bilinu 95 til 98 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira