Ekki frost í kortunum næstu vikuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2018 18:45 Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór. Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór.
Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54
Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51