Adriano mætti fullur á æfingar hjá Inter Milan Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 30. ágúst 2018 21:00 Adriano var á sínum tíma einn heitasti framherji heims Getty Á tíma sínum hjá Inter Milan, mætti brasilíski framherjinn Adriano undir áhrifum áfengis á hverja einustu æfingu Inter eftir fráfall föður síns. Adriano var á miðjum fyrsta áratugi þessarar aldar einhver heitasti framherji fótboltans, en eftir fráfall föður síns náði ferill hans aldrei þeim hæðum sem búist var við af honum. Faðir Adriano lést árið 2004, en sama ár gekk hann til liðs við Inter Milan frá Parma þar sem hann sló í gegn. "Fráfall föður míns skildi eftir gríðarlegt tómarúm, ég var mjög einmana. Eftir dauða hans, varð allt verra og ég einangraði mig," sagði Adriano í viðtali við brasilískt tímarit. Adriano byrjaði vel hjá Inter en síðan fór ferill hans að dala sökum þunglyndis. "Ég fann aðeins fyrir gleði þegar ég drakk, og ég gerði það á hverju kvöldi. Ég drakk allt sem ég átti, vín, viskí, vodka og bjór. Mikið af bjór." "Ég stoppaði ekki að drekka og á endanum þurfti ég að yfirgefa Inter. Ég vissi ekki hvernig ég átti að fela þetta, ég mætti fullur á morgunæfingarnar. Ég mætti alltaf, þótt svo ég hafi verið mjög fullur. Inter sagði við blöðin að ég væri frá vegna tognunar." Eftir tíma sinn hjá Inter fór Adriano til Flamengo í heimalandinu árið 2009 þar sem hann stóð sig vel, skoraði 19 mörk í 32 leikjum. Eftir tíma sinn hjá Flamengo náði Adriano aldrei aftur sömu hæðum. Á árunum 2010 til 2016 spilaði hann aðeins 10 leiki og skoraði í þeim eitt mark. Adriano er í dag 36 ára en hefur ekki enn lagt skónna á hilluna, þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta í fjögur ár. Ítalski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Á tíma sínum hjá Inter Milan, mætti brasilíski framherjinn Adriano undir áhrifum áfengis á hverja einustu æfingu Inter eftir fráfall föður síns. Adriano var á miðjum fyrsta áratugi þessarar aldar einhver heitasti framherji fótboltans, en eftir fráfall föður síns náði ferill hans aldrei þeim hæðum sem búist var við af honum. Faðir Adriano lést árið 2004, en sama ár gekk hann til liðs við Inter Milan frá Parma þar sem hann sló í gegn. "Fráfall föður míns skildi eftir gríðarlegt tómarúm, ég var mjög einmana. Eftir dauða hans, varð allt verra og ég einangraði mig," sagði Adriano í viðtali við brasilískt tímarit. Adriano byrjaði vel hjá Inter en síðan fór ferill hans að dala sökum þunglyndis. "Ég fann aðeins fyrir gleði þegar ég drakk, og ég gerði það á hverju kvöldi. Ég drakk allt sem ég átti, vín, viskí, vodka og bjór. Mikið af bjór." "Ég stoppaði ekki að drekka og á endanum þurfti ég að yfirgefa Inter. Ég vissi ekki hvernig ég átti að fela þetta, ég mætti fullur á morgunæfingarnar. Ég mætti alltaf, þótt svo ég hafi verið mjög fullur. Inter sagði við blöðin að ég væri frá vegna tognunar." Eftir tíma sinn hjá Inter fór Adriano til Flamengo í heimalandinu árið 2009 þar sem hann stóð sig vel, skoraði 19 mörk í 32 leikjum. Eftir tíma sinn hjá Flamengo náði Adriano aldrei aftur sömu hæðum. Á árunum 2010 til 2016 spilaði hann aðeins 10 leiki og skoraði í þeim eitt mark. Adriano er í dag 36 ára en hefur ekki enn lagt skónna á hilluna, þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta í fjögur ár.
Ítalski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira