Hútar skutu eldflaug á Sádi-Arabíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Vígamenn Húta standa vörð við trúarathöfn í San'a í Jemen. Vísir/AFp Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Hútar skutu í gær eldflaug á Sádi-Arabíu. Ekki hefur verið greint frá mannfalli en loftvarnir Sádi-Arabíu skutu eldflaugina niður. Samkvæmt Masirah TV, fréttstöð á bandi Húta, var eldflaug af gerðinni Badr-1 skotið á „nýjar herbúðir“ í borginni Najran. Sádi-Arabar stýra hernaðarbandalagi nokkurra Arabaríkja til stuðnings forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi. Ríkisstjórn hans hefur átt í stríði við uppreisnarhreyfinguna frá því í mars 2015. Hútar stýra vesturströnd landsins enn og hafa fremstu víglínur lítið breyst undanfarin misseri. Hernaðarbandalagið, sem nýtur stuðnings Breta og Bandaríkjamanna, og Hútar voru í nýrri skýrslu sérfræðinefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sagðir mögulega bera ábyrgð á stríðsglæpum. Mikið mannfall meðal almennra borgara var harðlega gagnrýnt sem og að komið hefði verið í veg fyrir hjálparstarf í landinu.Sjá einnig: Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Þáttur Breta og Bandaríkjamanna er ekki skoðaður. Reuters segir þó að verið sé að fara yfir hann hjá SÞ. Skýrslan vakti reiði í Bandaríkjunum. Í ritstjórnargrein The New York Times í gær var Bandaríkjastjórn sögð meðsek í því að hafa drepið almenna borgara. Skorað var á þingið að skera á alla hernaðaraðstoð til Sádi-Arabíu. Jim Mattis varnarmálaráðherra sagði á þriðjudag, daginn sem skýrslan var birt, að stuðningur við Sádi-Araba væri ekki óskilyrtur. Að sögn Reuters ýjaði hann þó að því að Bandaríkin myndu halda áfram stuðningi við bandalagið en vinna að því að lágmarka mannfall almennra borgara.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira