Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur á Magna á heimavelli í dag, 2-1. Með sigrinum er Njarðvík nánast öruggt frá falli úr Inkasso-deildinni.
Njarðvíkingar byrjuðu af krafti og Arnór Björnsson kom þeim yfir strax á 11. mínútu.
Kenneth Hogg tvöfaldaði svo forystu Njarðvíkur á 26. mínútu og brekkan orðin brött fyrir Magna.
Pawel Grudzinski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 86. mínútu og kveikti það líflínu fyrir norðanmenn.
Lengra komust þeir hins vegar ekki og lokatölur 2-1 sigur Njarðvíkinga.
Með sigrinum tryggði Njarðvík nánast sæti sitt áfram í Inkasso-deildinni en þeir eru sex stigum frá fallsæti er tvær umferðir eru eftir.
Brekkan er hins vegar orðin ansi brött fyrir Magna en þeir eru fimm stigum frá öruggu sæti á botni deildarinnar.
