Till náði vigt en nær hann titlinum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. september 2018 19:45 Woodley og Till í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22
Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00