Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Útivist, hundar og hestar eru helstu áhugamál Ólínu sem er á útkallslista hjá Landsbjörg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Ég er komin í borgina og með annan fótinn út úr henni aftur,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er sextug í dag. „Við hjónin fluttum búferlum frá Ísafirði í fyrrahaust en nú var maðurinn minn að ráða sig sem kennara við Menntaskólann á Laugarvatni. Ég er bara í sjálfstæðum verkefnum sem rithöfundur og fræðimaður og get unnið hvar sem er.“ Ólína er dóttir Þorvarðar Kjerúlf Þorsteinssonar og Magdalenu Thoroddsen. Hún kveðst hafa slitið barnsskónum í Reykjavík og gengið í Hlíðaskóla. „Ég flutti á Ísafjörð fjórtán ára þegar pabbi var ráðinn þar sýslumaður. Svo gekk ég í Menntaskólann á Ísafirði og kynntist þar manninum mínum. Við vorum einn vetur á Húsavík eftir stúdentspróf, kenndum þar einn vetur og fórum svo í háskólanám til Reykjavíkur. Fluttum vestur aftur 2001 þegar ég var ráðin skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. Svo varð ég alþingismaður 2009. Eftir að þingmennskunni lauk fluttum við suður. Þetta hefur verið svona kaflaskipt hjá okkur.“ Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og á Laugarvatni ætlar hann að kenna sögu og félagsgreinar, að sögn Ólínu. Sjálf er hún að skoða elstu heimildir um íslenskar lækningar og vonar að niðurstöður rannsóknar hennar líti dagsins ljós, í formi bókar, innan tíðar. En hver eru helstu áhugamálin fyrir utan fræðin? „Útivist, hundar og hestar. Ég og björgunarhundurinn minn hann Skutull höfum verið leitarteymi á útkallslista Landsbjargar í fjöldamörg ár. Eigum að baki eitthvað á fimmta tug útkalla og mörg hundruð æfinga. Eftir að ég hætti í hestamennskunni fór ég í hundana, eins og ég orða það stundum. Svo er tónlistin mikill gleðigjafi í mínu lífi og ég syng í kvennakórnum Cantabile sem Margrét Pálmadóttir stjórnar.Ætlarðu að halda upp á afmælið? „Já, ég held upp á það á föstudagskvöldið með nánum vinum og samstarfsfólki, svo það teiti verður afstaðið þegar þetta viðtal birtist. En ég ætla á tónleika að kvöldi afmælisdagsins (í kvöld) með eiginmanninum. Við ætlum að hlusta á Helga Björns, skólabróður okkar, eins og fleiri Ísfirðingar sem munu fjölmenna þangað. Auk þess verður sennilega lítið kökuboð fyrir barnabörnin um helgina, svo þau fái líka afmælisveislu með ömmu sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira