Skúli segir útboð Wow á lokametrunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. september 2018 10:58 Skúli Mogesen frá borðaklippingu við upphaf áætlunarflugs Wow Air til Miami. WOW Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. Í samtali við fréttastofu Bloomberg segir Skúli að útboðinu hafi verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum, en á föstudag sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gefi tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, muni nást. Það sé þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla. Í umfjöllun Bloomberg er þess jafnframt getið að íslensk stjórvöld fylgist grannt með rekstri félagsins. Skúli minnist jafnframt á það sem fram kom í Markaðnum á miðvikudag; þó svo að gert sé ráð fyrir taprekstri hjá WOW á þessu ári er áætlað að viðsnúningur verði í rekstrinum á næsta ári og að flugfélagið muni hagnast um 17 milljónir dala árið 2019. Í frétt Markaðarins á miðvikudag var þess jafnframt getið að fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Nánar í frétt Markaðarins: Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, áætlar að skuldabréfaútboði flugfélagsins ljúki öðru hvoru megin við helgina. Í samtali við fréttastofu Bloomberg segir Skúli að útboðinu hafi verið tel tekið í Skandinavíu og í Lundúnum, en á föstudag sagði Skúli að erlendir fjárfestar hefðu þegar skráð sig til þess að kaupa „verulegan hluta skuldabréfaútboðsins.“ Viðbrögðin gefi tilefni til að ætla að lágmarksmarkmiðið með útboðinu, að safna um 5,5 milljörðum króna, muni nást. Það sé þó ekki í fullkomlega í hendi en á lokametrunum að sögn Skúla. Í umfjöllun Bloomberg er þess jafnframt getið að íslensk stjórvöld fylgist grannt með rekstri félagsins. Skúli minnist jafnframt á það sem fram kom í Markaðnum á miðvikudag; þó svo að gert sé ráð fyrir taprekstri hjá WOW á þessu ári er áætlað að viðsnúningur verði í rekstrinum á næsta ári og að flugfélagið muni hagnast um 17 milljónir dala árið 2019. Í frétt Markaðarins á miðvikudag var þess jafnframt getið að fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboðinu fá kauprétt að hlutafé þegar félagið verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól bréfanna. Þeir sem kjósa að nýta kaupréttinn, sem verður að fullu framseljanlegur og gildir til fimm ára, innan 24 mánaða frá útgáfu skuldabréfanna munu fá að eignast hlutabréfin á gengi sem verður 20 prósentum lægra en skráningargengi félagsins. Nýti fjárfestar kaupréttinn síðar – meira en 24 mánuðum eftir útgáfu skuldabréfanna – fá þeir 25 prósenta afslátt af skráningargenginu. Nánar í frétt Markaðarins: Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00 Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30 Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Skúli tryggt sér milljarða króna Fjárfestar fá kauprétt að hlutafé í WOW air á 20 prósenta afslætti þegar félagið fer á markað. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa skráð sig fyrir stórum hluta skuldabréfaútboðsins. Vextir á bréfunum í kringum 9 prósent. 31. ágúst 2018 06:00
Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31. ágúst 2018 17:30
Spá 3,3 milljarða króna tapi WOW air á árinu Sérfræðingar Pareto segja flugfélagið þurfa nauðsynlega að bæta rekstrarafkomuna. Stjórnendur WOW air hyggjast birta fjárhagsupplýsingar eftir hvern ársfjórðung. 5. september 2018 06:00