„Þetta er eins að vera í gufubaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 16:30 Novak Djokovic hefur verið mjög heitt í leikjum sínum. Vísir/Getty Opna bandaríska meistaramótið í tennis stendur nú yfir í New York og í kvöld og nótt fara fram undanúrslitin hjá körlunum. Meðal keppenda þar er Serbinn Novak Djokovic sem er einn af þeim sem hefur kvartað yfir aðstæðum í New York.It's not the heat, it's the humidity: U.S. Open sweats it out https://t.co/bBh52olYzfpic.twitter.com/xoQ75U4VSK — CBC Sports (@cbcsports) September 7, 2018Það hefur verið mjög heitt í New York þessa daga sem mótið hefur farið fram og Novak Djokovic er allt annað en sáttur með loftræstinguna á Arthur Ashe Stadium. Það er í raun engin loftræsting á vellinum. Önnur tennisgoðsögn sem hefur þótt hitinn fara úr öllum böndum er sá sigursælasti frá upphafi. Roger Federer datt út fyrir átta manna úrslitin og hann kvartaði líka yfir aðstæðum. Svisslendingurinn sagðist hafa verið fegnari að klára leikinn en hann var svekktur að hafa tapað því hann sagðist hafa verið að kafna úr hita. „Ég hef aldrei svitnað jafnmikið áður og ég hef svitnað hér,“ sagði Novak Djokovic eftir að hann tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Federer-bananum John Millman.Novak Djokovic says US Open has to address lack of ventilation on Arthur Ashe Stadium - 'It feels like a sauna' | @simonrbriggshttps://t.co/Mwd1iki2CX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 6, 2018„Ég þarf að taka að minnsta kosti með mér tíu treyjur í hvern leik. Ég spurði dómarann hvort að það væri einhver loftræsting en hann benti bara á dyrnar. Þetta mót þarf að taka á þessu,“ sagði Novak Djokovic „Það skiptir ekki máli hvort að það sé dagur eða kvöld. Það er bara ekkert loft hérna niðri á vellinum. Þetta er eins að vera í gufubaði,“ sagði Novak Djokovic. Arthur Ashe Stadium er öðruvísi en aðalvellirnir á hinum risamótunum. Hann er mun stærri en þeir og tekur næstum því 24 þúsund áhorfendur. Það hefur oft verið grínast með það að áhorfendur í efstu sætunum hafi betri yfirsýn yfir Manhattan en yfir leikinn niðri á velli þar sem tennisspilararnir eru eins og litlir maurar. Vandamálið er loftflæðið við völlinn en það er svo lítið að þetta mót hefur í raun breyst í innimót með engri loftkælingu. Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektins hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið í tennis stendur nú yfir í New York og í kvöld og nótt fara fram undanúrslitin hjá körlunum. Meðal keppenda þar er Serbinn Novak Djokovic sem er einn af þeim sem hefur kvartað yfir aðstæðum í New York.It's not the heat, it's the humidity: U.S. Open sweats it out https://t.co/bBh52olYzfpic.twitter.com/xoQ75U4VSK — CBC Sports (@cbcsports) September 7, 2018Það hefur verið mjög heitt í New York þessa daga sem mótið hefur farið fram og Novak Djokovic er allt annað en sáttur með loftræstinguna á Arthur Ashe Stadium. Það er í raun engin loftræsting á vellinum. Önnur tennisgoðsögn sem hefur þótt hitinn fara úr öllum böndum er sá sigursælasti frá upphafi. Roger Federer datt út fyrir átta manna úrslitin og hann kvartaði líka yfir aðstæðum. Svisslendingurinn sagðist hafa verið fegnari að klára leikinn en hann var svekktur að hafa tapað því hann sagðist hafa verið að kafna úr hita. „Ég hef aldrei svitnað jafnmikið áður og ég hef svitnað hér,“ sagði Novak Djokovic eftir að hann tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Federer-bananum John Millman.Novak Djokovic says US Open has to address lack of ventilation on Arthur Ashe Stadium - 'It feels like a sauna' | @simonrbriggshttps://t.co/Mwd1iki2CX — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 6, 2018„Ég þarf að taka að minnsta kosti með mér tíu treyjur í hvern leik. Ég spurði dómarann hvort að það væri einhver loftræsting en hann benti bara á dyrnar. Þetta mót þarf að taka á þessu,“ sagði Novak Djokovic „Það skiptir ekki máli hvort að það sé dagur eða kvöld. Það er bara ekkert loft hérna niðri á vellinum. Þetta er eins að vera í gufubaði,“ sagði Novak Djokovic. Arthur Ashe Stadium er öðruvísi en aðalvellirnir á hinum risamótunum. Hann er mun stærri en þeir og tekur næstum því 24 þúsund áhorfendur. Það hefur oft verið grínast með það að áhorfendur í efstu sætunum hafi betri yfirsýn yfir Manhattan en yfir leikinn niðri á velli þar sem tennisspilararnir eru eins og litlir maurar. Vandamálið er loftflæðið við völlinn en það er svo lítið að þetta mót hefur í raun breyst í innimót með engri loftkælingu.
Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektins hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Sjá meira