Djokovic vann Federer-banann og er kominn í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Novak Djokovic fagnar sigri og þakkar John Millman fyrir leikinn. Vísir/Getty Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium. Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Novak Djokovic hefur aldrei tapað í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það breyttist heldur ekki í nótt þegar hann komst í ellefta sinn í undaúrslit risamótsins í New York. Novak Djokovic vann Ástralann John Millman í þremur settum, 6-3 6-4 6-4, en Millman hafði slegið úr svissnesku tennisgoðsögnina Roger Federer í leiknum á undan. Leikurinn tók tvo klukkutíma og 49 mínútur. Hinn 31 árs gamli Djokovic er á eftir sínum þriðja titli á Opna bandaríska meistaramótinu en hann hefur unnið allar ellefu viðureignir sínar í átta manna úrslitum á US Open.The Djoker Prevails!@DjokerNole gets past Millman 6-3, 6-4, 6-4 to set up a semifinal encounter against Kei Nishikori...#USOpenpic.twitter.com/NE59ZndaE6 — US Open Tennis (@usopen) September 6, 2018Novak Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun. Novak hefur unnið sjö af ellefu undanúrslitaviðureignum sínum á Opna bandaríska meistaramótinu í gegnum tíðina. Það er aðeins meira undir en bara sigur á risamóti fyrir Novak Djokovic. Með sigri á þessu móti myndi hann ná sínum fjórtánda sigri á risamóti og komast upp að hlið þeirra Pete Sampras og Ivan Lendl. Þá hefðu aðeins tveir unnið fleiri risamót en Serbinn eða þeir Roger Federer (20) og Rafael Nadal (17). Hin bandaríska Madison Keys tryggði sér sæti í undanúrslitum kvenna með sigri á Carla Suárez Navarro frá Spáni. Þá varð Naomi Osaka fyrsta japanska tenniskonan til að komast í undanúrslit á US Open þegar hún vann Lesia Tsurenko frá Úkraínu. Undanúrslit kvenna fara fram í dag. Þar mætast annarsvegar Serena Williams frá Bandaríkjunum og Anastasija Sevastova frá Lettlandi og hins vegar þær Madison Keys og Naomi Osaka. Báðir leikirnir fara fram á Arthur Ashe Stadium.
Tennis Tengdar fréttir Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30 Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30 Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Númer 55 á heimslistanum en nógu góður til að slá Federer út á US Open Svissneski tennisspilarinn Roger Federer komst ekki í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. 4. september 2018 07:30
Vann mót í maí en fékk 22 sinnum meira fyrir að vinna Federer í nótt Ástralinn John Millman kom flestum á óvart með því að vinna tennisgoðsögnina Roger Federer á Opna bandaríska meistaramótinu í nótt. 4. september 2018 13:30
Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. 5. september 2018 07:30