Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 15:00 Sverrir Ingi Ingason er búinn að vera klár í þó nokkurn tíma. vísir/bubblur Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í Þjóðadeildinni, nýrri landsliðakeppni á vegum UEFA, á laugardaginn þegar að liðið mætir Sviss í St. Gallen. Keppnin hefur verið kölluð Meistaradeild landsliða. „Þetta er flott deild og það verður eflaust töluvert skemmtilegra að spila þessa leiki heldur vináttuleikina. Hver einasti leikur núna skiptir máli þannig að við þurfum að gjöra svo vel og vera klárir á laugardaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, miðvörður, við Guðmund Benediktsson í Schrun þar sem að liðið æfir. Sverrir hefur verið næsti maður inn í miðvörðinn um nokkurt skeið en lítið komist að vegna frábærrar frammistöðu Ragnars Sigurðssonar og Kára Árnasonar. Miðað við æfingar vikunnar lítur út fyrir að Sverrir byrji leikinn. „Það er eitthvað sem verður að koma í ljós. Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn,“ segir Sverrir sem býst við hörkuleik á móti Sviss. „Sviss er með hörkulið. Þeir hafa verið á stórmótunum undanfarin ár og eru með góða leikmenn. Við þurfum að eiga topp leik til að vinna þá á laugardaginn. Við stefnum á að gera það.“ Erik Hamrén er að stýra liðinu á sínum fyrstu æfingum en hvernig er hann að koma til leiks? „Hann kemur inn með sína hugmyndafræði á einhverjum sviðum. Með nýjum manni fylgir eitthvað nýtt en hann vill halda í það sem við höfum verið að gera vel á síðustu árum sem er skiljanlegt. Við höfum við að ná úrslitum. Vonandi getum við bara orðið enn betra lið,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss. 5. september 2018 10:00