Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2018 17:33 Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. Mynd: Reykjavíkurborg Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela umhverfis-og skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið um kring. Einnig kemur til greina að gera götur í Kvosinni að göngusvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir þetta vera ánægjuleg tímamót þegar hann tilkynnti um ákvörðunina á Facebook síðu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram breytingartillögu um að það yrði haft samráð við hagsmunaaðila. Það var á þeim grunni sem tillagan var samþykkt af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Umhverfis- og skipulagssviði verður auk þess falið að endurhanna umrædd göngusvæði með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda. Auk þess verður sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagnar þessu og skrifar á Twitter síðu sinni að breytingin sé „súper spennandi.“Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu með 21 atkvæði af 23 að fela umhverfis- og skipulagssviði útfærslu Laugavegs og Bankastrætis, og mögulegra gatna í Kvosinni, sem göngugatna allt árið. Tillögurnar verða svo til afgreiðslu hjá skipulagsráði. Súper spennandi — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) September 4, 2018 Gísli Marteinn Baldursson fagnar nýjustu tíðindum úr borgarstjórn.vísir/vilhelmEinn af þeim sem fagnar breytingunni sem gerð er í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda er Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.Í stöðuuppfærslu á Facebook greinir Gísli frá því að þennan slag hafi hann tekið árlega þegar hann borgarfulltrúi en án árangurs. Hann segir að það hafi verið veruleg andstaða við göngugötur innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma. Hann segir einnig að tilteknir kaupmenn á Laugaveginum hafi beint reiði sinni, vegna umræðunnar, á mjög persónulegan hátt gegn þeim sem stóðu í baráttunni. Hann segir að breytingin sé mjög í anda nútímans. „Það er í anda þeirrar þróunar að borgin gefi gangandi og hjólandi aukið rými, dragi úr mengun og skapi falleg og örygg almenningsrými. Miðborg Reykjavíkur er miðborg okkar allra og við þetta verður hún skemmtilegri og betri fyrir okkur öll,“ segir Gísli Marteinn.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira