Hressileg maðkaopnun í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2018 13:00 Fyrsta maðkahollið í Ytri Rangá náði 136 löxum á tveim vöktum Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Eftir ágætt tímabil þar sem flugan var eina vopn veiðimanna hefur maðkinum nú verið hleypt aftur í Ytri Rangá. Veiðin í Ytri hefur eins og annars staðar róast nokkuð þegar liðið er á tímabilið en núna þegar maðkurinn er leyfður aftur hrökkva veiðitölurnar upp aftur og það nokkuð hressilega. Opnunarhollið í maðkveiðinni var til að mynda með 136 laxa á land eftir aðeins tvær vaktir sem gerir um 10-12 laxa á stöng á hverri vakt en auðvitað er veiðinni ekki alveg svona jafnt skipt þar sem sumir veiða meira en aðrir. Heildarveiðin í Ytri Rangá var síðasta miðvikudag 2.774 laxar en veiðin allt tímabilið í fyrra var 7.451 lax svo það er nokkuð útséð að það verður að teljast harla ólíklegt að áin skili neinni tölu nálægt því á þessu tímabili. Hún er að detta yfir 3.000 laxa og þeir sem þekkja hana vel segja að miðað við það magn af laxi sem virðist vera í ánni þá gæti lokatalan verið um 4.500 - 5.000 laxar ef vel veiðist það sem eftir er en veitt er í ánni fram í október. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Eftir ágætt tímabil þar sem flugan var eina vopn veiðimanna hefur maðkinum nú verið hleypt aftur í Ytri Rangá. Veiðin í Ytri hefur eins og annars staðar róast nokkuð þegar liðið er á tímabilið en núna þegar maðkurinn er leyfður aftur hrökkva veiðitölurnar upp aftur og það nokkuð hressilega. Opnunarhollið í maðkveiðinni var til að mynda með 136 laxa á land eftir aðeins tvær vaktir sem gerir um 10-12 laxa á stöng á hverri vakt en auðvitað er veiðinni ekki alveg svona jafnt skipt þar sem sumir veiða meira en aðrir. Heildarveiðin í Ytri Rangá var síðasta miðvikudag 2.774 laxar en veiðin allt tímabilið í fyrra var 7.451 lax svo það er nokkuð útséð að það verður að teljast harla ólíklegt að áin skili neinni tölu nálægt því á þessu tímabili. Hún er að detta yfir 3.000 laxa og þeir sem þekkja hana vel segja að miðað við það magn af laxi sem virðist vera í ánni þá gæti lokatalan verið um 4.500 - 5.000 laxar ef vel veiðist það sem eftir er en veitt er í ánni fram í október.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði