Ætlar sér á ÓL í Tókýó 2020 en greindist með iðraólgu: Lætur „Neikvæða Jón“ ekki stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 10:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/gudlaugedda.com Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin út samskiptamiðla- og netpásu og hefur sett inn nýjan pistil inn á bloggsíðu sína nú þegar bara tveir mánuði eru eftir af keppnistímabilinu. Það þarf mikinn andlegan styrk til að sigrast á þríþraut þar sem keppendur synda, hjóla og hlaupa og Guðlaug Edda kemur með athyglisverða sýn á þann hluta hjá mikilli keppniskonu eins og henni. Guðlaug Edda hefur sett stefnuna á að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum og er ein af átta einstaklingum sem fékk í sumar styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir næstu leika sem fara fram í Tókýó 2020. Guðlaug Edda er þar í hópi með þeim Anítu Hinriksdóttur, Antoni Sveini McKee, Ásgeiri Sigurgeirssyni, Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, Hilmari Erni Jónssyni, Valgarði Reinhardssyni og Þuríði Erlu Helgadóttur. Í nýjasta pistli sínum talar Guðlaug Edda um European Cup í Malmö, fyrsta stórmótið á EM í Glasgow og veikindi sín en hún var þarna að koma til baka eftir „nauðsynlega fjögurra vikna samfélagsmiðlapásu“ eins og hún segir sjálf. „Eins og venjulega tók ég mitt hefðbundna stresskast morguninn fyrir keppnina þar sem neikvæði Jón reyndi að ráðast á mitt eigið ágæti. Ég hef verið að vinna í að vinna með neikvæða Jón á heilbrigðan hátt með aðstoð frábærs fólks sem hefur meiri þekkingu en undirrituð á hinu mikla undri sem heili mannsins og hugsanir eru. Undanfarið hef ég verið að hugleiða mikið og mér finnst það hafa hjálpað mér að ná stjórn á hugsunum mínum og vera í núinu,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum. Hún skrifar mikið um sjálfsgagnrýni sína sem hún hefur persónugert á skemmtilegan hátt með því tala og skrifa um Neikvæða Jón. „Neikvæði Jón róast þegar ég minni hann á hversu mikilvægt það er að vera í núinu og allt sem gerist í framtíðinni er óviðkomandi því augnabliki sem líður. Við lifum bara núna og það sem á sér stað seinna verður bara svarað á því augnabliki sem það gerist, enn ekki nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum eða jafnvel árum áður!,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda skrifar einnig um veikindi sem komu á versta tíma og er alveg hreinskilin um þau. „Ég var greind með eitthvað sem kallast iðraólga og er núna í rannsóknum um hvort ég mögulega sé með sáraristilbólgu (e. microscopic colitis). Ég er á leið í blóðprufu í næstu viku og frekari rannsóknir, en sem betur fer hefur þetta ekki enn verið að aftra mér um of í æfingum og keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda. Þetta sumar ætlar því að reyna mikið á okkar konu sem fékk heilahristing eftir slæmt fall í keppni í byrjun tímabilsins. „Ég er ekki tilbúin að gefa upp frábært tækifæri til að taka réttar/rangar ákvarðanir og læra af þeim fyrst flensan hefur látið sig hverfa í bili. Það verður lærdómsrík og forvitnilegt að sjá hvernig ég og neikvæði Jón bregðust við og vinnum okkur úr þessum aðstæðum. Maður ræður ekki alltaf hvernig undirbúningurinn fyrir keppnir eru þegar keppnistímabilið nær frá mars til nóvember, en maður ræður alltaf hvaða viðhorf maður nýtir sér og hvernig maður tekst á við aðstæður þegar á móti blæs,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum en hann má lesa allan hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ Sjá meira
Þetta sumar hefur reynt mikið á íslensku þrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem ætlar sér að komast á ÓL 2020 en hún fékk heilahristing í byrjun sumar og greindist svo með iðraólgu og mögulega sáraristilbólgu á dögunum. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin út samskiptamiðla- og netpásu og hefur sett inn nýjan pistil inn á bloggsíðu sína nú þegar bara tveir mánuði eru eftir af keppnistímabilinu. Það þarf mikinn andlegan styrk til að sigrast á þríþraut þar sem keppendur synda, hjóla og hlaupa og Guðlaug Edda kemur með athyglisverða sýn á þann hluta hjá mikilli keppniskonu eins og henni. Guðlaug Edda hefur sett stefnuna á að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum og er ein af átta einstaklingum sem fékk í sumar styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir næstu leika sem fara fram í Tókýó 2020. Guðlaug Edda er þar í hópi með þeim Anítu Hinriksdóttur, Antoni Sveini McKee, Ásgeiri Sigurgeirssyni, Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, Hilmari Erni Jónssyni, Valgarði Reinhardssyni og Þuríði Erlu Helgadóttur. Í nýjasta pistli sínum talar Guðlaug Edda um European Cup í Malmö, fyrsta stórmótið á EM í Glasgow og veikindi sín en hún var þarna að koma til baka eftir „nauðsynlega fjögurra vikna samfélagsmiðlapásu“ eins og hún segir sjálf. „Eins og venjulega tók ég mitt hefðbundna stresskast morguninn fyrir keppnina þar sem neikvæði Jón reyndi að ráðast á mitt eigið ágæti. Ég hef verið að vinna í að vinna með neikvæða Jón á heilbrigðan hátt með aðstoð frábærs fólks sem hefur meiri þekkingu en undirrituð á hinu mikla undri sem heili mannsins og hugsanir eru. Undanfarið hef ég verið að hugleiða mikið og mér finnst það hafa hjálpað mér að ná stjórn á hugsunum mínum og vera í núinu,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum. Hún skrifar mikið um sjálfsgagnrýni sína sem hún hefur persónugert á skemmtilegan hátt með því tala og skrifa um Neikvæða Jón. „Neikvæði Jón róast þegar ég minni hann á hversu mikilvægt það er að vera í núinu og allt sem gerist í framtíðinni er óviðkomandi því augnabliki sem líður. Við lifum bara núna og það sem á sér stað seinna verður bara svarað á því augnabliki sem það gerist, enn ekki nokkrum klukkutímum, dögum, mánuðum eða jafnvel árum áður!,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda skrifar einnig um veikindi sem komu á versta tíma og er alveg hreinskilin um þau. „Ég var greind með eitthvað sem kallast iðraólga og er núna í rannsóknum um hvort ég mögulega sé með sáraristilbólgu (e. microscopic colitis). Ég er á leið í blóðprufu í næstu viku og frekari rannsóknir, en sem betur fer hefur þetta ekki enn verið að aftra mér um of í æfingum og keppnum,“ skrifaði Guðlaug Edda. Þetta sumar ætlar því að reyna mikið á okkar konu sem fékk heilahristing eftir slæmt fall í keppni í byrjun tímabilsins. „Ég er ekki tilbúin að gefa upp frábært tækifæri til að taka réttar/rangar ákvarðanir og læra af þeim fyrst flensan hefur látið sig hverfa í bili. Það verður lærdómsrík og forvitnilegt að sjá hvernig ég og neikvæði Jón bregðust við og vinnum okkur úr þessum aðstæðum. Maður ræður ekki alltaf hvernig undirbúningurinn fyrir keppnir eru þegar keppnistímabilið nær frá mars til nóvember, en maður ræður alltaf hvaða viðhorf maður nýtir sér og hvernig maður tekst á við aðstæður þegar á móti blæs,“ skrifaði Guðlaug Edda í pistli sínum en hann má lesa allan hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ Sjá meira