Gleypa tölvupillu til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 10:00 Evan Dunfee. Vísir/Getty Kanadískir Ólymíufarar gleypa ekki bara vítamín þessa dagana heldur líka nýju tölvupillu til að hjálpa við að undirbúa sig fyrir hitan á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir rétt tæp tvö ár. Íþróttafólkið sem mun keppa í langan tíma utandyra á leikunum í Tókýó má búast við því að mikill hiti geri þeim lífið leitt í keppninni. Það er því mikilvægt að þekkja líkama sinn vel og hvernig hann bregst við miklum hita. Nú er komin ný leið til að fá að vita meira um líkama íþróttafólksins. Lausnin er gin svokallaða tölvupilla.VIDEO | 'Sci-fi' pill helps Canadian athletes prepare for extreme temperatureshttps://t.co/GinyVHAKrwpic.twitter.com/wkwnHFMU79 — CBC Sports (@cbcsports) September 2, 2018CBC, ríkisfjölmiðillnn í Kanada, fjallaði um þessa töluvpillu sem hefur fengið nafnið „Sci-fi pill“ á ensku. Pillan mun mæla líkamshitann á meðan upphitun og keppni stendur og skila niðurstöðunum í sérstakt tæki sem safnar þeim saman. Umfjöllunina má finna hér fyrir neðan. Trent Stellingwerff, hjá Canadian Sport Institute Pacific, skýrir þar út hvernig pillan virkar. Þeir sem eru í mestri áhættu eru keppendur í marmaþonhlaupi, þríþraut eða mjög löngum göngum. Skipuleggendur leikanna í Tókýo ætla að láta allar þessa greinar hefjast mjög snemma á daginn til að minnka hitaáhrifin. Maraþonið mun herfjast klukkan sjö, þríþrautin klukkan átta og löngu göngurnar klukkan sex og sjö. Það er ekki nóg með það því þeir hafa líka gróðursett tré í kringum leiðina til að búa til skugga frá heitri sólinni. Það eru jafnvel hugmyndir uppi um að flýta klukkunni til að vinna gegn áhrifum sólarinnar í morgunkeppninni. Þegar Tókýó hélt Ólympóuleikana síðast árið 1964 þá fóru þeir fram í október en það kemur ekki til greina núna því bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vilja alls ekki að leikarnir séu að keppa um áhorf við NFL-deildina (amerískur fótbolti), NBA-deildina (körfubolti) og NHL-deildina (íshokkí). Kanadamaðurinn Evan Dunfee rétt missti af bronsverðlaunum í 50 kílómetra göngu á ÓL í Ríó 2016 og kenndi hitaáhrifum um. Hann gerir nú allt til þess að tapa ekki þeirri baráttu. Hálftíma fyrir keppni í svo miklum hita fer hann í ísbað til að kæla sig niður og þá gengur hann um í ísvesti fram að keppni. Með því að gleypa tölvupilluna fyrir upphitun og keppni í miklum hita getur hann fengið miklar upplýsingar um áhrifin á líkamshitan á hverju stigi. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Kanadískir Ólymíufarar gleypa ekki bara vítamín þessa dagana heldur líka nýju tölvupillu til að hjálpa við að undirbúa sig fyrir hitan á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir rétt tæp tvö ár. Íþróttafólkið sem mun keppa í langan tíma utandyra á leikunum í Tókýó má búast við því að mikill hiti geri þeim lífið leitt í keppninni. Það er því mikilvægt að þekkja líkama sinn vel og hvernig hann bregst við miklum hita. Nú er komin ný leið til að fá að vita meira um líkama íþróttafólksins. Lausnin er gin svokallaða tölvupilla.VIDEO | 'Sci-fi' pill helps Canadian athletes prepare for extreme temperatureshttps://t.co/GinyVHAKrwpic.twitter.com/wkwnHFMU79 — CBC Sports (@cbcsports) September 2, 2018CBC, ríkisfjölmiðillnn í Kanada, fjallaði um þessa töluvpillu sem hefur fengið nafnið „Sci-fi pill“ á ensku. Pillan mun mæla líkamshitann á meðan upphitun og keppni stendur og skila niðurstöðunum í sérstakt tæki sem safnar þeim saman. Umfjöllunina má finna hér fyrir neðan. Trent Stellingwerff, hjá Canadian Sport Institute Pacific, skýrir þar út hvernig pillan virkar. Þeir sem eru í mestri áhættu eru keppendur í marmaþonhlaupi, þríþraut eða mjög löngum göngum. Skipuleggendur leikanna í Tókýo ætla að láta allar þessa greinar hefjast mjög snemma á daginn til að minnka hitaáhrifin. Maraþonið mun herfjast klukkan sjö, þríþrautin klukkan átta og löngu göngurnar klukkan sex og sjö. Það er ekki nóg með það því þeir hafa líka gróðursett tré í kringum leiðina til að búa til skugga frá heitri sólinni. Það eru jafnvel hugmyndir uppi um að flýta klukkunni til að vinna gegn áhrifum sólarinnar í morgunkeppninni. Þegar Tókýó hélt Ólympóuleikana síðast árið 1964 þá fóru þeir fram í október en það kemur ekki til greina núna því bandarísku sjónvarpsstöðvarnar vilja alls ekki að leikarnir séu að keppa um áhorf við NFL-deildina (amerískur fótbolti), NBA-deildina (körfubolti) og NHL-deildina (íshokkí). Kanadamaðurinn Evan Dunfee rétt missti af bronsverðlaunum í 50 kílómetra göngu á ÓL í Ríó 2016 og kenndi hitaáhrifum um. Hann gerir nú allt til þess að tapa ekki þeirri baráttu. Hálftíma fyrir keppni í svo miklum hita fer hann í ísbað til að kæla sig niður og þá gengur hann um í ísvesti fram að keppni. Með því að gleypa tölvupilluna fyrir upphitun og keppni í miklum hita getur hann fengið miklar upplýsingar um áhrifin á líkamshitan á hverju stigi.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira