Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 16:30 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega. Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. Ríkisstjórn Donald Trump segir yfirvöld Pakistan veita vígamönnum sem berjast gegn Bandaríkjunum í Afganistan hæli í Pakistan. Trump sagði fyrr á árinu að það eina sem Bandaríkin fengu út úr stuðningi við Pakistan væru „lygar og svik“. Síðan þá hafa Bandaríkin vonast til að sjá breytingar á hegðun Pakistana. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun í dag að stöðva fjárstuðninginn, samkvæmt Reuters.Talsmaður Pentagon sagði peningunum hafa verið veitt í önnur verkefni vegna skorts á aðgerðum frá Pakistan. Fyrir það hafði bandaríska þingið stöðvað 500 milljónir dala sem áttu að fara til Pakistan. Allt í allt er talið að Pakistan hafi fengið um 33 milljarða dala frá Bandaríkjunum. Þar af 14 milljarða í gegnum sjóð sem ætlað er að greiða Bandaríkjunum fyrir aðstoð í stríði þeirra gegn hryðjuverkasamtökum. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að her Bandaríkjanna væri að koma í veg fyrir að foringjar í pakistanska hernum fengu þjálfun í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að þessari ákvörðun Mattis sé ætlað að senda Imran Khan, nýjum forsætisráðherra Pakistan, skilaboð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé andvígur veru Bandaríkjanna í Afganistan og hefur sömuleiðis hótað því að skjóta niður bandaríska dróna sem flogið er inn fyrir lofthelgi landsins. Efnahagur Pakistan hefur átt betri daga og hefur gjaldeyrisforði þeirra minnkað verulega á undanförnu ári. Líklegt þykir að Pakistan muni leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða jafnvel Kínverja, sem þeir eiga í góðum samskiptum við, á næstu mánuðum.Hér má sjá ræðu Trump frá 22. ágúst þar sem hann gagnrýndi yfirvöld Pakistan harðlega.
Afganistan Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira