Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 12:32 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AP Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu. Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu.
Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira