Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2018 11:30 Formaður Matvís segist vonast til að menn fari ekki fram úr sér í veitingageiranum. Vísir/Getty Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18
Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45