Giftingarhringur kominn aftur á fingur eigandans eftir sex ár í rotþró Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 09:00 Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár. Hrunamannahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár.
Hrunamannahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira