Giftingarhringur kominn aftur á fingur eigandans eftir sex ár í rotþró Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 09:00 Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár. Hrunamannahreppur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Það er ýmislegt sem gerist í veröldinni og margt svo ótrúlegt að það er vart hægt að trúa viðkomandi sögu. Þessi er þó dagsönn og hófst með þessum skilaboðum á íbúasíðu Hrunamannahrepps í vikunni. „Það er ýmislegt sem finnst í rotþróm sem hreinsibílinn okkar er að tæma, t.d þessi giftingarhringur. Þetta er karlmannshringur og inni í honum stendur nafnið Guðlaug María og svo er dagsetning. Ef einhver kannast við hringinn þá er um að gera að hafa samband við okkur með því að hafa samband við skrifstofu Hrunamannahrepps eða að senda okkur skilaboð hér á fésbókinni,“ skrifar Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti sveitarfélagsins.Myndin sem var birt af hringnum á íbúasíðu Hrunamannahrepps fyrir helgina.Mynd/HrunamannahreppurEftir að hafa séð tilkynninguna á síðu Hrunamanna ákvað Guðbjörg Helga Sigurdórsdóttir á Selfossi að senda þessi sömu skilaboð á allar konur að nafni Guðlaug María í þeirri von að einhver þeirra kannaðist við málið. Jú, viti menn, í Keflavík er kona með þessu nafni og þá fór boltinn að rúlla.Leitað og leitað að hringnum „Þannig er mál með vexti að að fyrir 6 árum fórum við Halldór Sigurðsson, maðurinn minn í sumarbústað með foreldrum mínum rétt fyrir utan Þjórsárdal. Halldór skrapp í veiði með syni okkar, Arnari Geir sem þá var 10 ára, og settu þeir í fiska í Frostastaðavatni. Þegar heim í bústað var komið hófst aðgerð á aflanum og fljótlega eftir að henni lauk uppgötvar Halldór að giftingarhringurinn hans var horfinn af fingri hans. Varð þá uppi fótur og fit og mikil leit hófst og var m.a. farið í gegnum allt fiskslorið, rusl og meira að segja var vatnslásinn í vaskinum losaður og skoðaður en allt kom fyrir ekki, hringurinn fannst hvergi,“ segir Guðlaug María Lewis í Keflavík þegar hún var beðin um að segja frá aðdraganda málsins. „Við það bættist að við vorum ekki hundrað prósent viss um að hringurinn hefði týnst þarna þar sem Halldór hafði skroppið á sjóstöng með mági sínum nokkrum dögum fyrr og við héldum að jafnvel hefði hringurinn getað dottið af þar, þar sem það var kalt og Halldór var í aðgerð á fiski.“ Til að gera langa sögu stutta þá hafði Guðlaug María samband við Halldóru oddvita Hrunamannahrepps sem bauðst til að koma með hringinn til Keflavíkur í gærkvöldi því hún var að fara í flug frá Leifsstöð.Guðlaug María og Halldór, ásamt Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps sem kom hringnum til þeirra í gærkvöldi á leið sinni í Leifsstöð.Mynd/Linda Sjöfn SigurðardóttirHringurinn í sápubaði „Við erum ótrúlega þakklát fyrir eftirtektarsemi mannanna á dælubílnum, fólkinu á hreppsskrifstofunni á Flúðum og Halldóru oddvita, sem sendi skilaboðin út í kosmosið. Þess má geta að einungis 3 klukkusundunir liðu frá því Facbook-færslan fór í loftið og þar til eigendurnir fundust. Okkur er sagt að hringurinn sé búinn að liggja í sápubaði frá því að hann fannst, þannig að við höfum engar áhyggjur,“ segir Guðlaug María alsæl með að vera búin að endurheimta hringinn eftir að hafa verið án hans í sex ár.
Hrunamannahreppur Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira