Einkunnir íslenska liðsins: Sif maður leiksins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2018 17:15 Berglind Björg Þorvaldsdóttir í baráttunni í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Sif Atladóttir var að mati Vísis besti leikmaður Íslands í dag en hún stýrði vörninni eins og herforingi og greip oft vel inn í sóknir þýska liðsins. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið: Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Greip oft ágætlega inn og varði vel í nokkur skipti. Gerði ekki nógu vel í 1-0 markinu þegar hún varði skot Leupolz út í teiginn.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Stóð fyrir sínu og vel það. Var örugg í sínum aðgerðum og spilaði boltanum ágætlega frá sér.Sif Atladóttir, miðvörður – maður leiksins 8 Greip oft inn í sóknir Þjóðverja, las leikinn vel og var traust í miðri vörninni. Ógnaði með gríðarlega löngum innköstum sínum.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Stóð sig ágætlega í vörninni og er framtíðarmiðvörður liðsins ásamt Glódísi Perlu. Náði ekki að vinna nógu vel með Hallberu í vörninni vinstra megin.Rakel Hönnudóttir, hægri vængbakvörður 5 Skilaði sínu ágætlega en náði lítið að ógna sóknarlega. Missti Verena Schweers framhjá sér þegar sú þýska lagði upp annað mark gestanna.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri vængbakvörður 5 Átti í vandræðum varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik en steig aðeins upp í þeim síðari. Nýttist ekki nógu vel sóknarlega.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Griðarlega mikilvæg á miðjunni og sú sem oftast skapar hættu sóknarlega með sendingum. Var oft í erfiðleikum með að finna samherja en dreif liðið vel áfram.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Afar dugleg og skilar vinnu sem ekki allir sjá en náði ekki tengingu við sóknarleikmenn Íslands.. Skapaðist stundum pláss fyrir aftan hana og Söru Björk á miðjunni.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 6 Barðist eins og ljón og var dugleg að hjálpa varnarlega. Náði lítið að skapa í sóknarleiknum.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 7 Reyndi hvað hún gat og var gríðarlega dugleg í varnarvinnunni. Átti gott skot í síðari hálfleik sem hún var óheppin að skora ekki úr.Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji 5 Vantaði stundum að taka réttu hlaupinn þegar Ísland sótti hratt. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og var lítið í boltanum.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji (Kom inn á 63.mínútu fyrir Berglindi Björgu) 5 Komst lítið í takt við leikinn þann tíma sem hún spilaði.Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður (Kom inn á 75.mínútu fyrir Selmu Sól) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðrún Arnardóttir, hægri vængbakvörður (Kom inn á 84.mínútu fyrir Rakel) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 2-0 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00