Serena Williams spilaði sinn besta leik síðan hún eignaðist barn fyrir ári síðan þegar hún vann systur sína Venus á Opna bandaríska risamótinu í tennis.
Systurnar hafa verið tvær stærstu stjörnur tennisheimsins síðustu ár og marg oft mæst á tennisvellinum. Þær mættust í þriðju umferð Opna bandaríska risamótsins í nótt.
Serena er tiltölulega nýkomin til baka eftir barnsburð, hún átti sitt fyrsta barn fyrir ári síðan. Hún hefur ekki alveg náð sínum fyrri hæðum en minnti á sig í nótt.
Leikurinn tók aðeins rétt rúma klukkustund og vann Serena í tveimur settum 6-1, 6-2.
„Þetta var besti leikur minn síðan ég sneri aftur,“ sagði Serena eftir leikinn.
Sigurinn var jafnframt jöfnun á stærsta sigri Serena á systur sinni í sögunni, hún vann síðast svo auðveldlega árið 2013.
„Ég gerði ekki mikið af mistökum. Hún bara gerði allt rétt,“ sagði Venus.
Serena mætir Kaia Kanepi frá Eistlandi í fjórðu umferðinni, 16-manna úrslitunum.
Serena spilaði sinn besta leik eftir endurkomuna í sigri á Venus
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
