Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 20:30 Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls-, nef-, og eyrnalækningum um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Fleiri íslenskir sérfræðilæknar sem hafa ætlað sér að koma heim til vinnu en verið hafnað um aðild að rammasamkomulaginu og hefur mál Önnu Björnsdóttur, sérfræðings í Parkinsons-sjúkradómnum vakið mikla athygli en Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild, þrátt fyrir að skortur væri á taugalæknum á Íslandi en hún opnaði nýverið stofu hér á landi. Í kjölfar dómsins í gær sagði Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga að hann teldi farsælast að áfrýja ekki dómnum. Því er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja sammála, en hann á sæti í samninganefnd sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. „Þetta er nú það sem við vorum búin að leggja upp með, okkar lögfræðingar voru búnir að teikna þetta upp fyrir okkur, að þetta hlyti að fara svona. Við fögnum hins vegar niðurstöðunni og erum afskaplega ánægð með að þetta mál sé komið á hreint og vonum að þetta verði endirinn á þessu máli,“ segir Stefán. „Það sem er kannski áfellisdómur í þessari niðurstöðu er það að stjórnsýslan hún er ekki að virka sem skyldi. Við verðum að athuga það að þessi samningur er gerður milli viðkomandi læknis og sjúkratrygginga Íslands. Síðan gerist það að ráðherra heilbrigðismála tekur fram fyrir stofnuninni og segir: „Þið brjótið samninginn.“Samningur rennur úr gildi um áramót Þetta segir Stefán vera alvarlegt mál. „Við öll í þessu landi við búum við það að samningar sem eru gerðir þeir standa og yfirleitt er í samningum uppsagnarákvæði og menn hefðu getað farið þá leið ef þeir hefðu viljað en það var ekki gert.“ Rammasamningur rennur út eftir þrjá mánuði og óvíst hvað tekur við. Ráðuneytið hefur að sögn Stefáns haft lítið samráð við fagaðila. „Nú veit ég ekki hvað ráðuneytið er að gera, okkur er haldið eiginlega utan við það. Það var haldinn einn svokallaður samráðsfundur 2. júlí þar sem ráðherra hafði glærusýningu um hitt og þetta en kom ekkert samningnum við. Það er reyndar búið að boða annan viðlíka fund á mánudaginn en engan samningafund og það er slæmt,“ segir Stefán. Tíminn sé runninn út og ef til standi að gera einhverjar meiriháttar breytingar þá krefjist það lengri tíma. „Núverandi ráðherra hefur talað mjög fjálglega um einhverjar grundvallarbreytingar sem hún telur þörf á. Ég sé það ekki en auðvitað erum við alltaf tilbúin til viðtals, það hefur aldrei staðið á okkur,“ segir Stefán sem kallar eftir auknu samráði við fagaðila. „Innan ráðuneytisins er verið að vinna að einhverju sem heitir heilbrigðisstefna. Það veit enginn hvað er í þessu plaggi, fagaðilar hafa ekki verið kallaðir að borðinu og við höfum áhyggjur af því. Ef við ætlum að byggja hér upp gott heilbrigðiskerfi þá verður að vera samráð og það verður að vera samtal. Núna held ég að ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað og við tökum upp samtal um góða uppbyggingu á íslensku heilbrigðiskerfi.“ Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls-, nef-, og eyrnalækningum um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Fleiri íslenskir sérfræðilæknar sem hafa ætlað sér að koma heim til vinnu en verið hafnað um aðild að rammasamkomulaginu og hefur mál Önnu Björnsdóttur, sérfræðings í Parkinsons-sjúkradómnum vakið mikla athygli en Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild, þrátt fyrir að skortur væri á taugalæknum á Íslandi en hún opnaði nýverið stofu hér á landi. Í kjölfar dómsins í gær sagði Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga að hann teldi farsælast að áfrýja ekki dómnum. Því er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja sammála, en hann á sæti í samninganefnd sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. „Þetta er nú það sem við vorum búin að leggja upp með, okkar lögfræðingar voru búnir að teikna þetta upp fyrir okkur, að þetta hlyti að fara svona. Við fögnum hins vegar niðurstöðunni og erum afskaplega ánægð með að þetta mál sé komið á hreint og vonum að þetta verði endirinn á þessu máli,“ segir Stefán. „Það sem er kannski áfellisdómur í þessari niðurstöðu er það að stjórnsýslan hún er ekki að virka sem skyldi. Við verðum að athuga það að þessi samningur er gerður milli viðkomandi læknis og sjúkratrygginga Íslands. Síðan gerist það að ráðherra heilbrigðismála tekur fram fyrir stofnuninni og segir: „Þið brjótið samninginn.“Samningur rennur úr gildi um áramót Þetta segir Stefán vera alvarlegt mál. „Við öll í þessu landi við búum við það að samningar sem eru gerðir þeir standa og yfirleitt er í samningum uppsagnarákvæði og menn hefðu getað farið þá leið ef þeir hefðu viljað en það var ekki gert.“ Rammasamningur rennur út eftir þrjá mánuði og óvíst hvað tekur við. Ráðuneytið hefur að sögn Stefáns haft lítið samráð við fagaðila. „Nú veit ég ekki hvað ráðuneytið er að gera, okkur er haldið eiginlega utan við það. Það var haldinn einn svokallaður samráðsfundur 2. júlí þar sem ráðherra hafði glærusýningu um hitt og þetta en kom ekkert samningnum við. Það er reyndar búið að boða annan viðlíka fund á mánudaginn en engan samningafund og það er slæmt,“ segir Stefán. Tíminn sé runninn út og ef til standi að gera einhverjar meiriháttar breytingar þá krefjist það lengri tíma. „Núverandi ráðherra hefur talað mjög fjálglega um einhverjar grundvallarbreytingar sem hún telur þörf á. Ég sé það ekki en auðvitað erum við alltaf tilbúin til viðtals, það hefur aldrei staðið á okkur,“ segir Stefán sem kallar eftir auknu samráði við fagaðila. „Innan ráðuneytisins er verið að vinna að einhverju sem heitir heilbrigðisstefna. Það veit enginn hvað er í þessu plaggi, fagaðilar hafa ekki verið kallaðir að borðinu og við höfum áhyggjur af því. Ef við ætlum að byggja hér upp gott heilbrigðiskerfi þá verður að vera samráð og það verður að vera samtal. Núna held ég að ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað og við tökum upp samtal um góða uppbyggingu á íslensku heilbrigðiskerfi.“
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Svandís Svavarsdóttir fundaði með ríkislögmanni síðdegis í dag þar sem farið var yfir dóm héraðsdóms í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu. 19. september 2018 18:13