Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum 19. september 2018 10:30 Eva Dögg. Fréttablaðið/Ernir Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Eva Dögg Guðmundsdóttir var ráðin markaðsstjóri Creditinfo í vor en hún hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum. Eva segir að ein helsta áskorunin í starfinu sé að finna jafnvægið á milli þess að beita rökhugsun og að hlusta á innsæið.Hver eru þín helstu áhugamál?Ég á stóra fjölskyldu og heimilið er sprelllifandi og fjörugt. Ég nýt þess að vera með börnunum en á sama tíma veit ég fátt betra en að eiga hljóða stund í garðinum og fá mold undir neglurnar. Ég á fimm börn og mikið af pottaplöntum sem ég hef mikla unun af að fylgjast með og sjá vaxa og dafna. Það er mér líka mikilvægt að ferðast og víkka sjóndeildarhringinn. Ég byrjaði að ferðast mikið í menntaskóla og flutti út strax eftir stúdentspróf. Þannig að þó ég búi á Íslandi í dag og ali börnin mín upp hér þarf ég á stærri heimi að halda. Hvernig er morgunrútínan þín?Hún er svolítið mismunandi. Þegar börnin á heimilinu eru fimm snýst allt um að koma þeim af stað. Þegar þeir eru hins vegar bara tveir eru lætin aðeins minni. Ég er þó með eina reglu. Þegar morgnarnir eru hvað hektískastir heima fyrir og stórir dagar fram undan í vinnunni reyni ég að stoppa á leiðinni í vinnuna og kaupa mér góðan kaffibolla og eitthvað með honum og jarðtengja aðeins áður en ég byrja daginn. Hvaða ráðstefnu eða fyrirlestur sóttirðu síðast? Ég sótti frábæran fund hjá Íslandsbanka á vegum Nordic Finance Innov ation.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég er mikill bókaormur en næ ekki að lesa eins mikið og mig langar í augnablikinu. Ég er með nokkrar góðar í gangi, The Ministry of Utmost Happiness eftir Arundhati Roy er á náttborðinu og byrjar mjög vel. Power eftir Naomi Alderman sömuleiðis. Ég er líka með bækurnar How Not to Be Wrong – The Power of Mathemat ical Thinking eftir Jordan Ellenberg og Happiness eftir heimspekinginn Frédéric Lenoir á leslistanum. Þær bíða þolinmóðar eftir mér í bókahillunni heima. Annars hef ég gripið til þess ráðs að lesa meira af ljóðum þegar tíminn er af skornum skammti og á mér eitt uppáhalds, sem ég las einmitt í síðustu viku, eftir Margaret Atwood – Half Hanged Mary.Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu?Að ná að hlusta á innsæið. Jafnvægið í að beita rökhugsun án þess að kæfa innsæið. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Sennilega að velja rétt og hafa úthald til að fylgja því vali eftir. Það er mikið umbreytingatímabil í gangi í fjármálaheiminum og því fjölmörg tækifæri sem bjóðast. Það þarf að hafa kjark til að velja þau tækifæri sem vinna á áfram með og fylgja þeim eftir.Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá Creditinfo á næstu árum?Við eins og aðrir þurfum að velja rétt og taka góðar ákvarðanir. Credit info Group er með starfsemi í fjórum heimsálfum og þökk sé gögnum og lausnum frá okkur hefur um 1 milljarður einstaklinga og fyrirtækja aðgang að lánsfé. Opnun nýrra markaða og umbreytingartímabilið sem er í fullum gangi hefur verið hluti af árangri félagsins en við þurfum líka að segja nei við einhverjum tækifærum sem bjóðast og skerpa fókusinn enn frekar. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann?Mig hefur alltaf langað til að geta skrifað. Eða málað … Ég ætlaði líka alltaf að verða læknir eða lögfræðingur og einkaspæjari. Væri til í þetta allt saman! Svo á ég mér draum um að fara einhvern tímann í doktorsnám í stærðfræði og heimspeki. Ætla mér að róa öllum árum að því að láta hann rætast í einhverri mynd.Hvar sérðu þig eftir tíu ár?Ég sé mig eiginlega fyrir mér á sama stað eftir tíu ár. Á þeim tíma verður morgunrútínan samt aðeins önnur, pottablómin fleiri og bækurnar sem bíða á bókahillunni orðnar aðrar. Ég er forvitin og geri mikla kröfu um að ég læri eitthvað alls staðar sem ég kem. Hlakka til að sjá hvert það leiðir mig á tíu árum
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira