Innlent

Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar að eigin frumkvæði að stíga til hliðar.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar að eigin frumkvæði að stíga til hliðar. Fréttablaðið/Stefán
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ætlar að koma saman annað kvöld, miðvikudag, til að ræða ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið frá störfum á meðan úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum fer fram. Á sama fundi verður ákveðið hver tekur tímabundið við af Bjarna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni þar sem vísað er til þess sem fram kom á fundi sem Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, boðaði til með starfsmönnum í morgun.

Skýrði hún þar atburðarás gærdagsins þar sem Bjarni Bjarnason óskaði eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastólnum og öðrum trúnaðarstörfum hjá samstæðunni í þágu trúverðugleika þeirrar úttektar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum sem fyrirhuguð er.

Á starfsmannafundinum kom meðal annars fram hjá Brynhildi að undirbúningur úttektarinnar væri þegar hafinn. Stjórn OR muni taka ákvörðun um tilhögun hennar. Ósk forstjórans væri til marks um að málið sé tekið alvarlega. Lagði Brynhildur áherslu á að velferð starfsfólks þyrfti ávallt að vera í forgangi og að hegðun, eins og sú sem fjallað hefur verið um, ætti ekki að líðast. 




Tengdar fréttir

Stjórn FKA lýsir yfir vanþóknun á meðhöndlun máls Áslaugar

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) fundaði í dag um uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar (ON). Í tilkynningu frá FKA lýsir stjórn félagsins vanþóknun á því hvernig staðið hefur verið að málinu innan móðurfyrirtækis ON, Orkuveitu Reykjavíkur.

Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur

Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×