Hugmyndafræðilega hrifin af tillögu Hildar Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Pawel Bartoszek og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segja tillögu um aukin fjárframlög til einkarekinna grunnskóla í anda flokks síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
„Það leynist auðvitað engum að það er mikil velvild hjá Viðreisn gagnvart sjálfstætt reknum skólum. Hugmyndafræðilega séð er ég hrifinn af tillögunni en við þurfum að finna leið í gegnum kerfið,“ segir Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði, um boðaða tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Gerir tillagan, sem flutt er af Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ráð fyrir því að sömu fjárframlög fylgi nemendum hvort sem um einkarekinn skóla eða skóla rekinn af borginni sé að ræða. Pawel segir að tillöguna þurfi að skoða í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé ýmislegt í vinnslu tengt frístundaheimilum og húsnæðismálum grunnskóla borgarinnar. „Við fögnum öllum góðum tillögum og ræðum þær í borgarstjórn. Þessi tillaga er í anda Viðreisnar og okkur er málið kært. Þetta er hins vegar stærra mál en bara þessi tiltekna tillaga,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún bendir einnig á að í sáttmála meirihlutans sé kveðið á um áframhaldandi stuðning við einkarekna leik- og grunnskóla.Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds.fréttablaðið/sigtryggur ariUmrædd tillaga er á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag en þar er líka að finna tillögu borgarfulltrúa meirihlutans um tilraunaverkefni með sumaropnun leikskóla. „Þetta var ein af áherslum Viðreisnar í kosningabaráttunni og rataði inn í sáttmála meirihlutans. Þetta er eitthvað sem við ætlum að reyna að keyra af stað,“ segir Pawel. Hann segir að fordæmi sé til staðar í Mosfellsbæ sem horft verði til. „Hugmyndin er að hafa einn leikskóla opinn í hverju hverfi yfir hásumarið og skapa þannig meiri sveigjanleika fyrir foreldra. Reynslan úr Mosfellsbæ sýnir að þar hafa um fimm til tíu prósent foreldra nýtt sér sumaropnanir.“ Sumaropnun leikskóla gæti að mati Pawels til dæmis nýst námsmönnum vel enda þurfi margir þeirra að nýta sumarið til vinnu. Þá sé líka horft til hópa eins og fólks af erlendum uppruna sem hafi oft síðra félagslegt tengslanet. Tillagan sem liggur fyrir borgarstjórn gerir ráð fyrir að skóla- og frístundasviði verði falið að hefja undirbúning að verkefninu. „Fyrsta skrefið væri væntanlega að leita eftir áliti stjórnenda leikskólanna og finna þá skóla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. 17. september 2018 07:00