Ólafur Már og Tómas hlutu fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2018 13:37 Ólafur Már Björnsson tekur við verðlaununum úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson hlutu í dag fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sveinn Runólfsson fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, sem var í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það hafi verið niðurstaða dómnefndar að veita þeim Tómasi og Ólafi Má fjölmiðlaverðlaunin fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúru á síðustu tólf mánuðum. Hafi þeir félagar heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér samfélagsmiðla og aðra fjölmiðla til að koma þessu efni á framfæri. „Tómas og Ólafur Már hafa verið óþreytandi við að halda íslenskri náttúru á lofti í fjölmiðlum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, á síðastliðnu ári og er það samdóma álit dómnefndar að með því hafi þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, svo sem fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er enn fremur lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum,“ segir í rökstuðningi. Ragna Sara Jónsdóttir var formaður nefndarinnar, en auk hennar áttu sæti þau Jón Kaldal og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Kjartan Kjartansson, fréttamaður á Vísi, og Sunna Ósk Logadóttir, fréttamaður á Morgunblaðinu, voru ásamt þeim Tómasi og Ólafi Má tilnefnd til verðlaunanna.Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag.Mynd/umhverfisráðuneytiðBaráttan fyrir vernd og endurreisn vistkerfa Sveinn Runólfsson hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir að hafa um áratuga skeið staðið í framvarðarsveit í baráttunni fyrir vernd og endurreisn vistkerfa landsins. Hafi Sveinn helgað líf sitt þeirri hugsjón sinni að græða landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess. „Ævistarf Sveins við vernd landkosta er afar fjölbreytt. Þegar það hófst var uppblástur og ofbeit í algleymingi og lítill skilningur á áhrifum beitar. Uppgræðslustarfið var erfitt á foksvæðunum og öllu fagnað sem gróið gat. Sveinn hefur verið óþreytandi í boðskap sínum, fræðslu og hvatningu, jafnt til stjórnvalda sem almennings. Hann hefur stuðlað að rannsóknum, fræðslu, stofnun landgræðslufélaga og fjölbreyttum samstarfsverkefnum með þátttöku bænda og almennings sem aukið hefur bæði landlæsi og afköst í landgræðslustarfinu,“ segir í rökstuðningi ráðherra. Fjölmiðlar Umhverfismál Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson hlutu í dag fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Sveinn Runólfsson fékk Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Verðlaunin voru veitt í tengslum við Dag íslenskrar náttúru, sem var í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það hafi verið niðurstaða dómnefndar að veita þeim Tómasi og Ólafi Má fjölmiðlaverðlaunin fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúru á síðustu tólf mánuðum. Hafi þeir félagar heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér samfélagsmiðla og aðra fjölmiðla til að koma þessu efni á framfæri. „Tómas og Ólafur Már hafa verið óþreytandi við að halda íslenskri náttúru á lofti í fjölmiðlum, hefðbundnum sem óhefðbundnum, á síðastliðnu ári og er það samdóma álit dómnefndar að með því hafi þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, svo sem fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er enn fremur lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum,“ segir í rökstuðningi. Ragna Sara Jónsdóttir var formaður nefndarinnar, en auk hennar áttu sæti þau Jón Kaldal og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Kjartan Kjartansson, fréttamaður á Vísi, og Sunna Ósk Logadóttir, fréttamaður á Morgunblaðinu, voru ásamt þeim Tómasi og Ólafi Má tilnefnd til verðlaunanna.Frá verðlaunaafhendingunni fyrr í dag.Mynd/umhverfisráðuneytiðBaráttan fyrir vernd og endurreisn vistkerfa Sveinn Runólfsson hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir að hafa um áratuga skeið staðið í framvarðarsveit í baráttunni fyrir vernd og endurreisn vistkerfa landsins. Hafi Sveinn helgað líf sitt þeirri hugsjón sinni að græða landið og tryggja sjálfbæra nýtingu þess. „Ævistarf Sveins við vernd landkosta er afar fjölbreytt. Þegar það hófst var uppblástur og ofbeit í algleymingi og lítill skilningur á áhrifum beitar. Uppgræðslustarfið var erfitt á foksvæðunum og öllu fagnað sem gróið gat. Sveinn hefur verið óþreytandi í boðskap sínum, fræðslu og hvatningu, jafnt til stjórnvalda sem almennings. Hann hefur stuðlað að rannsóknum, fræðslu, stofnun landgræðslufélaga og fjölbreyttum samstarfsverkefnum með þátttöku bænda og almennings sem aukið hefur bæði landlæsi og afköst í landgræðslustarfinu,“ segir í rökstuðningi ráðherra.
Fjölmiðlar Umhverfismál Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira