Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 17. september 2018 07:00 Tillagan verður lögð fram á morgun. Fréttablaðið/Anton brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg. „Sonur minn gengur í Ísaksskóla. Skólinn er stórkostlegur og hefur ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir borgin lægri fjárhæð með menntun nemenda hans en menntun barna í borgarreknum skólum. Foreldrar barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálfstæðum skólum borgarinnar, verða því að greiða skólagjöld,“ ritar Hildur á Facebook-síðu sína þar sem hún greinir frá tillögunni.Skólagjöld í Ísaksskóla eru 210.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum sex til níu ára og tíu þúsund krónum lægri fyrir fimm ára börn. Eins er hægt að fá systkinaafslátt. „Þetta hefur í rauninni verið eitt af baráttumálum sjálfstæðra skóla í langan tíma. Í dag er rekstrarumhverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki sömu fjárframlög og borgarreknu skólarnir og skólagjöldin duga ekki þannig að þeir standa í rauninni verr að vígi,“ segir Hildur. „Okkur þykir rétt að öll börn í borginni fái sama framlag með sinni menntun og það sé svo í höndum foreldra að velja í hvaða skóla barnið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í dag er það ekkert fyrir alla að borga skólagjöld með börnunum sínum.“ Aðspurð segist Hildur spennt að sjá hvernig tekið verði við tillögunni, sem líkt og fyrr segir verður lögð fram á morgun. „Innan borgarstjórnar eru margir sem aðhyllast hugmyndafræði um jöfn tækifæri fyrir börn og svo er kominn inn flokkur eins og Viðreisn sem talar fyrir því að styðja við sjálfstæða skóla. Þannig að ég bara vona að þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir Hildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira