Handbolti

Eyjamenn lögðu Stjörnuna eftir spennandi lokamínútur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur Eyjamanna í kvöld.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur Eyjamanna í kvöld. vísir/anton
Íslandsmeistarar ÍBV unnu sinn fyrsta sigur í Olís-deildinni í kvöld þegar Eyjamenn fengu Stjörnuna í heimsókn í 2.umferð deildarinnar en ÍBV gerði óvænt jafntefli við Gróttu í 1.umferð á meðan Stjarnan steinlág fyrir Aftureldingu á heimavelli.

Því bjuggust kannski flestir við þægilegum sigri ÍBV í kvöld en sú varð alls ekki raunin.

Eyjamenn voru öflugri í fyrri hálfleiknum og náðu að byggja upp mest fimm marka forskot en staðan í leikhléi 18-15 fyrir ÍBV.

Garðbæingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að vinna sig inn í leikinn. Úr varð hörkuleikur og skiptust liðin á að hafa forystuna. Eyjamenn náðu hins vegar að innbyrða stigin tvö á lokamínútunni. Lokatölur 35-32 fyrir ÍBV.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur Eyjamanna með 8 mörk, jafnmörg og Aron Dagur Pálsson sem var atkvæðamestur gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×