WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 19:22 Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skuldar félagið Isavia milljarða í lendingargjöld. Félagið hafnar því. Vísir/Vilhelm Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp. WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30