WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 19:22 Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skuldar félagið Isavia milljarða í lendingargjöld. Félagið hafnar því. Vísir/Vilhelm Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp. WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30