Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 10:04 Bandaríkin vilja koma í veg fyrir að Norður-Kórea hafi aðgang að reiðuféi sem það notar til að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins. Vísir/AP Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03