„Svona mínir nánustu vinir eru kannski ekki að fíla þetta, en ég hef gaman af þessu. Maður er vanalega alltaf einhver karakter í viðtölum og passar sig að búa ekki til fyrirsagnir þegar maður er að tala um fótbolta. Mér fannst bara frekar næs að setjast bara niður með Álfrúnu og fara yfir málin og opna mig aðeins,“ segir Rúrik en viðtalið var tekið þegar farið var út að borða í Þýskalandi og stemningin nokkuð afslöppuð.
Hann segist hafa farið örlítið út fyrir þægindarammann í myndatökunni fyrir blaðið.
„Ég gerði eiginlega bara allt sem þau báðu mig um að gera. Ég er ekkert sérstaklega góður að finna út í hverju ég á að vera og hvernig maður á að standa. Álfrún stjórnaði mér bara og ég gerði bara það sem hún sagði mér að gera.“
Hann segist alveg fá frið þegar hann gengur um göturnar í Sandhausen þar sem hann spilar knattspyrnu í Þýskalandi.
„Mesta áreitið kemur þegar maður er úti að skemmta sér og ég geri svo sem ekki mikið af því. Fólk virðist þurfa nokkra drykki til að nálgast mig, en ég hef bara gaman af þessu og finnst gaman að ræða við fólk og fara yfir málin.“