Fékk Ólympíubronsið sitt tíu árum of seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 17:00 Kelly Sotherton með bronsverðlaunin sín. Vísir/Getty Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty Ólympíuleikar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira