Íhuga að ráða Michael B. Jordan í hlutverk Súperman Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 11:37 Leikarinn Michael B. Jordan. Vísir/Getty Leikarinn Henry Cavill er sagður á útleið sem Súperman og kvikmyndaverið Warner Brothers sagt íhuga að fá leikarann Micahel B. Jordan í hlutverkið. Cavill hefur leikið Superman í þremur kvikmyndum, Man of Steel, Batman v. Superman: Dawn of Justice og Justice League. Þessar myndir hafa verið undir væntingum Warner Brothers þegar kemur að tekjum og er kvikmyndaverið sagt íhuga að færa fókusinn á þessum kvikmyndaheimi yfir á frænku Superman, Supergirl.Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum.Vísir/GettyCavill átti að bregða stuttlega fyrir í hlutverki Superman í myndinni um ofurhetjuna Shazam sem er væntanleg. Hann var hins vegar upptekinn við tökur á Mission Impossible: Fallout og gat því ekki mætt í tökur. Er hann sagður hafa lagt rauðu skikkjuna á hilluna.Því er haldið fram á vefnum Deadline að Warner Brothers íhugi að ráð Michael B. Jordan í hltuverkið. Þær fregnir koma skömmu eftir að tilkynnt var um að Jordan myndi leiða stefnu innan kvikmyndaversins þegar kemur að því að vera með meiri fjölbreytni þegar kemur að söguþræði mynda og leikaravali. Ef Jordan verður fyrir valinu mun hann verða fyrsti svarti leikarinn til að fara með hlutverk Súperman. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Henry Cavill er sagður á útleið sem Súperman og kvikmyndaverið Warner Brothers sagt íhuga að fá leikarann Micahel B. Jordan í hlutverkið. Cavill hefur leikið Superman í þremur kvikmyndum, Man of Steel, Batman v. Superman: Dawn of Justice og Justice League. Þessar myndir hafa verið undir væntingum Warner Brothers þegar kemur að tekjum og er kvikmyndaverið sagt íhuga að færa fókusinn á þessum kvikmyndaheimi yfir á frænku Superman, Supergirl.Henry Cavill hefur farið með hlutverk ofurhetjunnar Superman í þremur kvikmyndum.Vísir/GettyCavill átti að bregða stuttlega fyrir í hlutverki Superman í myndinni um ofurhetjuna Shazam sem er væntanleg. Hann var hins vegar upptekinn við tökur á Mission Impossible: Fallout og gat því ekki mætt í tökur. Er hann sagður hafa lagt rauðu skikkjuna á hilluna.Því er haldið fram á vefnum Deadline að Warner Brothers íhugi að ráð Michael B. Jordan í hltuverkið. Þær fregnir koma skömmu eftir að tilkynnt var um að Jordan myndi leiða stefnu innan kvikmyndaversins þegar kemur að því að vera með meiri fjölbreytni þegar kemur að söguþræði mynda og leikaravali. Ef Jordan verður fyrir valinu mun hann verða fyrsti svarti leikarinn til að fara með hlutverk Súperman.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira