Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 07:44 Frá mótmælum gegn innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í sumar. Vísir/Getty Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26