Skítug tuska framan í smáborgara Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. september 2018 08:00 Elín Sif og Eyrún Björk eru frábærar í hlutverkum Stellu og Magneu og túlka stúlkurnar í gleði og sorg af mögnuðu næmi. Lof mér að falla er ekki auðveld mynd á að horfa enda raunsönn og óvægin lýsing á ömurlegum veruleika ungra fíkla. Hún er í það minnsta 40 mínútum of löng, langdregin semsagt, hrá, ljót og á köflum nánast leiðinleg. Svolítið eins og dauðastríð fíkla þannig að ekki verður af höfundum myndarinnar tekið að þeim tekst listavel að koma sögunni til skila. Höfundarnir lögðu mikla vinnu í handritið, leituðu víða fanga og flétta sorgarsögu unglingsstúlkunnar Magneu úr viðtölum við stelpur sem festust í viðjum fíknarinnar, átakanlegum dagbókum konu sem fór í gegnum hreint helvíti á götunni og endaði á því að stytta sér aldur. Lof mér að falla hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur enda þykir hún vera einhvers konar opinberun. „Venjulegt“ fólk er sagt alveg miður sín og í mauki eftir að hafa horft á myndina og allt í einu eru allir orðnir mjög meðvitaðir um hversu viðbjóðslegur veruleiki ungra fíkla er í raun og veru.Ógeðslegur heimur Ekki ætla ég að gera lítið úr því og vona að sem allra flestir leggi þessa hlélausu 136 mínútna harmsögu á sig í kvikmyndahúsum. Þeir sem verða beinlínis fyrir áfalli yfir því sem fyrir augu ber mættu líka alveg eiga langt eintal við sjálfa sig og samvisku sína ef það þurfti virkilega dramatíseraða bíómynd til þess að troða því inn í hausinn á þeim að það er ekkert fallegt, spennandi eða skemmtilegt við þann ógeðslega heim sem langt leiddir fíklar búa í. Hélt virkilega einhver að það lægi ekki ömurleg neyð og vonlausar sögur á bak við fréttirnar af öllum týndu börnunum og unglingum sem deyja í partíum? Hvarflaði virkilega að einhverjum að á bak við þessar sorglegu fréttir væri eitthvað annað en viðbjóður, uppgjöf og vonlaus staða? Lof mér að falla sprengir allar slíkar sápukúlur og þótt myndin sé ágeng og erfið þá hefði hún samt getað verið miklu andstyggilegri vegna þess einfaldlega að það eru engin takmörk fyrir þeim hryllingi sem ungir fíklar geta flækst í og ótrúlegum skepnuskapnum sem þeir óþverrar sem nýta sér neyð þeirra sýna krökkunum.Frábærar leikkonur Lof mér að falla hverfist um unglingsstúlkuna Magneu sem sogast hratt ofan í martraðarheim fíknarinnar, með dyggilegri leiðsögn hinnar frökku Stellu. Átakanleg sagan af falli Magneu er saga einnar persónu en um leið saga ótal ungmenna út um allan heim sem hafa mátt þola sömu örlög. Þótt vel sé vandað til verka í hvívetna liggur styrkur myndarinnar fyrst og fremst í frábærum leik Elínar Sifjar og Kristínar Þóru sem leika Magneu unga og fullorðna þegar götulífið hefur gersamlega bugað hana, og sömuleiðis Eyrúnar Bjarkar og Láru Jóhönnu sem leika Stellu á sömu aldursskeiðum. Elín Sif ristir ofsalega djúpt í næmri og hyldjúpri túlkun sinni á Magneu ungri þannig að maður þjáist með henni alla leið og Kristín Þóra umbreytist sannfærandi í flakið sem unga stúlkan breytist í. Helsti galli myndarinnar er að hún er of löng og verður langdregin á endasprettinum. Framan af heldur hún hins vegar fullum dampi og Baldvin fer á kostum í notkun á myndmáli og byggir upp hverja senuna á fætur annarri af mikilli íþrótt. Það hefur löngum viljað loða við fíklamyndir að þær ná hæstu flugi á meðan djammið er ennþá spennandi og tjúttið er enn feitt. Lof mér að falla er þessu marki brennd en fyrri hlutinn verður enn betri þar sem lúmskum feigðarboðum er lætt inn í myndmálið. Þótt stelpunum finnist það þá er nefnilega aldrei neitt varið í þetta partí. Vonandi verður Lof mér að falla sem flestum hugvekja, ekki síst þeim sem fá sjokk. Þeir hinir sömu hefðu gott af því að líta í eigin barm og velta fyrir sér eigin ábyrgð á samfélagi sem er skítsama þótt ungt fólk falli fyrir fíkninni. Annars staðar en í bíó.Niðurstaða: Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sumar senur tóku á Elín Sif Halldórsdóttir sýnir afbragðstakta í kvikmyndinni Lof mér að falla. Hún stefnir að frekari frama í tónlist en ekki á hvíta tjaldinu. 25. ágúst 2018 09:24 Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Lof mér að falla er ekki auðveld mynd á að horfa enda raunsönn og óvægin lýsing á ömurlegum veruleika ungra fíkla. Hún er í það minnsta 40 mínútum of löng, langdregin semsagt, hrá, ljót og á köflum nánast leiðinleg. Svolítið eins og dauðastríð fíkla þannig að ekki verður af höfundum myndarinnar tekið að þeim tekst listavel að koma sögunni til skila. Höfundarnir lögðu mikla vinnu í handritið, leituðu víða fanga og flétta sorgarsögu unglingsstúlkunnar Magneu úr viðtölum við stelpur sem festust í viðjum fíknarinnar, átakanlegum dagbókum konu sem fór í gegnum hreint helvíti á götunni og endaði á því að stytta sér aldur. Lof mér að falla hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur enda þykir hún vera einhvers konar opinberun. „Venjulegt“ fólk er sagt alveg miður sín og í mauki eftir að hafa horft á myndina og allt í einu eru allir orðnir mjög meðvitaðir um hversu viðbjóðslegur veruleiki ungra fíkla er í raun og veru.Ógeðslegur heimur Ekki ætla ég að gera lítið úr því og vona að sem allra flestir leggi þessa hlélausu 136 mínútna harmsögu á sig í kvikmyndahúsum. Þeir sem verða beinlínis fyrir áfalli yfir því sem fyrir augu ber mættu líka alveg eiga langt eintal við sjálfa sig og samvisku sína ef það þurfti virkilega dramatíseraða bíómynd til þess að troða því inn í hausinn á þeim að það er ekkert fallegt, spennandi eða skemmtilegt við þann ógeðslega heim sem langt leiddir fíklar búa í. Hélt virkilega einhver að það lægi ekki ömurleg neyð og vonlausar sögur á bak við fréttirnar af öllum týndu börnunum og unglingum sem deyja í partíum? Hvarflaði virkilega að einhverjum að á bak við þessar sorglegu fréttir væri eitthvað annað en viðbjóður, uppgjöf og vonlaus staða? Lof mér að falla sprengir allar slíkar sápukúlur og þótt myndin sé ágeng og erfið þá hefði hún samt getað verið miklu andstyggilegri vegna þess einfaldlega að það eru engin takmörk fyrir þeim hryllingi sem ungir fíklar geta flækst í og ótrúlegum skepnuskapnum sem þeir óþverrar sem nýta sér neyð þeirra sýna krökkunum.Frábærar leikkonur Lof mér að falla hverfist um unglingsstúlkuna Magneu sem sogast hratt ofan í martraðarheim fíknarinnar, með dyggilegri leiðsögn hinnar frökku Stellu. Átakanleg sagan af falli Magneu er saga einnar persónu en um leið saga ótal ungmenna út um allan heim sem hafa mátt þola sömu örlög. Þótt vel sé vandað til verka í hvívetna liggur styrkur myndarinnar fyrst og fremst í frábærum leik Elínar Sifjar og Kristínar Þóru sem leika Magneu unga og fullorðna þegar götulífið hefur gersamlega bugað hana, og sömuleiðis Eyrúnar Bjarkar og Láru Jóhönnu sem leika Stellu á sömu aldursskeiðum. Elín Sif ristir ofsalega djúpt í næmri og hyldjúpri túlkun sinni á Magneu ungri þannig að maður þjáist með henni alla leið og Kristín Þóra umbreytist sannfærandi í flakið sem unga stúlkan breytist í. Helsti galli myndarinnar er að hún er of löng og verður langdregin á endasprettinum. Framan af heldur hún hins vegar fullum dampi og Baldvin fer á kostum í notkun á myndmáli og byggir upp hverja senuna á fætur annarri af mikilli íþrótt. Það hefur löngum viljað loða við fíklamyndir að þær ná hæstu flugi á meðan djammið er ennþá spennandi og tjúttið er enn feitt. Lof mér að falla er þessu marki brennd en fyrri hlutinn verður enn betri þar sem lúmskum feigðarboðum er lætt inn í myndmálið. Þótt stelpunum finnist það þá er nefnilega aldrei neitt varið í þetta partí. Vonandi verður Lof mér að falla sem flestum hugvekja, ekki síst þeim sem fá sjokk. Þeir hinir sömu hefðu gott af því að líta í eigin barm og velta fyrir sér eigin ábyrgð á samfélagi sem er skítsama þótt ungt fólk falli fyrir fíkninni. Annars staðar en í bíó.Niðurstaða: Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sumar senur tóku á Elín Sif Halldórsdóttir sýnir afbragðstakta í kvikmyndinni Lof mér að falla. Hún stefnir að frekari frama í tónlist en ekki á hvíta tjaldinu. 25. ágúst 2018 09:24 Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sumar senur tóku á Elín Sif Halldórsdóttir sýnir afbragðstakta í kvikmyndinni Lof mér að falla. Hún stefnir að frekari frama í tónlist en ekki á hvíta tjaldinu. 25. ágúst 2018 09:24
Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30
Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30
Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00