Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 18:38 Mörður Árnason er stjórnarmaður RÚV Visir/Vilhelm Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26