Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. september 2018 13:30 Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum. Með gerð heilbrigðisstefnu svörum við spurningum á borð við þær hvernig heilbrigðiskerfi við viljum að í boði sé á Íslandi, hverjir veiti þjónustu, hvenær og hvar og hvaða gildi við viljum að heilbrigðiskerfið okkar endurspegli. Hingað til hefur þessum spurningum verið ósvarað, og kerfið þar af leiðandi verið brotakennt. Nú er unnið að gerð heilbrigðisstefnu innan velferðarráðuneytisins, sem ég hyggst leggja fyrir Alþingi á komandi vetri. Brátt líður að endalokum gildistíma rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands um kaup á þjónustu sérgreinalækna utan sjúkrahúsa, en rammasamningurinn gildir til 31. desember 2018. Vinna við endurskoðun samninganna stendur nú yfir innan velferðarráðuneytisins. Í þeirri vinnu skiptir heildarsýnin meginmáli, líkt og við gerð heilbrigðisstefnu. Í fyrrnefndri McKinsey-skýrslu kemur einmitt fram að skilgreina þurfi hlutverk ólíkra veitenda heilbrigðisþjónustu og í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir meðal annars að velferðarráðuneyti þurfi að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum og í hvaða magni. Endurskoðun rammasamninga við sérfræðilækna mun einmitt taka mið af þessum athugasemdum. Við þurfum að fara úr brotakenndu kerfi, þar sem tilviljun ein ræður því hvaða þjónusta er veitt hvar og af hverjum, og yfir í kerfi þar sem heildarsýn ríkir. Með því að skýra samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu gegnum SÍ og gæta þess að markmið samninganna, árangur þeirra og gæðakröfur séu öllum ljós, og kveða á um það hvaða þjónustu skuli veita og hvar skuli inna hana af hendi nálgumst við heildstæðara kerfi og markvissari og betri þjónustu fyrir alla, þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu er jafnt; óháð efnahag og búsetu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar