Nei – verktakar ráða ekki ferðinni Hjálmar Sveinsson skrifar 13. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar