Gruna eina stærstu HM-stjörnu Rússa í sumar um að ólöglega lyfjanotkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 15:00 Rússinn Denis Cheryshev sló í gegn á HM í fótbolta í Rússlandi og var einn aðalmaðurinn á bak við það að rússneska landsliðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslit keppninnar og sló meðal annars úr Spánverja á leið sinni þangað. Nú er spænska lyfjaeftirlitið á eftir honum en menn þar á bæ gruna Denis Cheryshev um ólöglega lyfjanotkun. „Við höfum hafið rannsókn í samstarfi við rússneska lyfjaeftirlitið og höfum ennfremur verið í sambandi við Alþjóðalyfjaeftirlitið WADA,“ segir í tilkynningu frá Spánverjunum. Denis Cheryshev: WADA confirms doping probe into Russia star after father's comments about growth hormones https://t.co/syAO9ax9Jjpic.twitter.com/aPcbE29szq — AS English (@English_AS) September 11, 2018 Denis Cheryshev er 27 ára gamall og spilar með spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia. Leikmaðurinn sjálfur heldur fram sakleysi sínu. „Ég hef ekki brotið neinar reglur. Ég er hreinn. Sannleikurinn kemur fljótlega í ljós,“ sagði Denis Cheryshev við blaðamenn eftir 5-1 sigur Rússa á Tékkum. „Það er mjög óheppilegt þegar svona er skrifað um mann en ég hef engar áhyggjur. Það er skylda mín að spila fyrir landsliðið og félagasliðið og hjálpa þeim að ná góðum úrslitum,“ sagði Denis Cheryshev. Faðir Denis Cheryshev missti það út úr sér á síðasta ári að Denis Cheryshev hafi mögulega fengið hormóna hjá Valencia en Denis Cheryshev sjálfur segir að um misskilning hafi verið að ræða. Denis Cheryshev kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik í opnunarleik HM og skoraði tvisvar í 5-0 sigri á Sádí Arabíu. Hann skoraði einnig á móti Egyptalandi og Króatíu. Þetta voru fjögur fyrstu mörk hans fyrir landsliðið en hann hafði ekki skorað á fyrstu fjórum árum sínum með landsliðinu. HM 2018 í Rússlandi Lyfjamisferli Rússa Rússland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Rússinn Denis Cheryshev sló í gegn á HM í fótbolta í Rússlandi og var einn aðalmaðurinn á bak við það að rússneska landsliðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslit keppninnar og sló meðal annars úr Spánverja á leið sinni þangað. Nú er spænska lyfjaeftirlitið á eftir honum en menn þar á bæ gruna Denis Cheryshev um ólöglega lyfjanotkun. „Við höfum hafið rannsókn í samstarfi við rússneska lyfjaeftirlitið og höfum ennfremur verið í sambandi við Alþjóðalyfjaeftirlitið WADA,“ segir í tilkynningu frá Spánverjunum. Denis Cheryshev: WADA confirms doping probe into Russia star after father's comments about growth hormones https://t.co/syAO9ax9Jjpic.twitter.com/aPcbE29szq — AS English (@English_AS) September 11, 2018 Denis Cheryshev er 27 ára gamall og spilar með spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia. Leikmaðurinn sjálfur heldur fram sakleysi sínu. „Ég hef ekki brotið neinar reglur. Ég er hreinn. Sannleikurinn kemur fljótlega í ljós,“ sagði Denis Cheryshev við blaðamenn eftir 5-1 sigur Rússa á Tékkum. „Það er mjög óheppilegt þegar svona er skrifað um mann en ég hef engar áhyggjur. Það er skylda mín að spila fyrir landsliðið og félagasliðið og hjálpa þeim að ná góðum úrslitum,“ sagði Denis Cheryshev. Faðir Denis Cheryshev missti það út úr sér á síðasta ári að Denis Cheryshev hafi mögulega fengið hormóna hjá Valencia en Denis Cheryshev sjálfur segir að um misskilning hafi verið að ræða. Denis Cheryshev kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik í opnunarleik HM og skoraði tvisvar í 5-0 sigri á Sádí Arabíu. Hann skoraði einnig á móti Egyptalandi og Króatíu. Þetta voru fjögur fyrstu mörk hans fyrir landsliðið en hann hafði ekki skorað á fyrstu fjórum árum sínum með landsliðinu.
HM 2018 í Rússlandi Lyfjamisferli Rússa Rússland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira