Bjarkey telur fjölmiðla ala á úlfúð í garð þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 13:15 Bjarkey telur fjölmiðla bera sína ábyrgð á því að þingmenn eru ekki hátt skrifaðir, þá með því að draga draga fram umdeilanleg ummæli þeirra. Ummæli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafa vakið furðu einkum í herbúðum Samfylkingar sem og Pírata. Bjarkey var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson Viðreisn. Þar voru loftslagsmál, peningastefna og krónan meðal annars til umræðu. Og svo traust til stjórnmálamanna eða vantraust öllu heldur, sem snúa þá meðal annars að fornfálegum vinnubrögðum.Fjölmiðlar henda á loft „sölulegum“ ummælum „Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því,“ sagði Bjarkey. „Við þekkjum það alvega þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt þá eru kamerurnar komnar og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til að komast í fjölmiðlana. Það er líka það sem þarf svolítið að veiða úr…“Helgu Völu þykir ummæli Bjarkeyjar hláleg, í besta falli.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÓðinn Jónsson, einn umsjónarmanna þáttarins, skaut þá inní því að það væru þau sem væru með orðið? Og er helst á honum að heyra að honum þyki það sérkennilegt ef fjölmiðlamenn eigi að passa uppá að vafasöm ummæli þingmanna rati ekki fyrir almenningssjónir. „Vissulega,“ sagði þá Bjarkey. „En það er hvatningin til þess. Og fjölmiðlarnir eru ekkert endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er heldur bara; þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn og það er ekki hægt að neita því að það hefur verið þannig. Því miður finnst mér.“Traustvekjandi afstaða eða kannski ekki Helga Vala Helgadóttir furðar sig á orðum Bjarkeyjar og segir á sinni Facebooksíðu: „Þingflokksformaður VG, Bjarkey Ólsen, sagði aðspurði í morgunútvarpinu í umræðu um hvað þyrfti til að auka traust á stjórnmálum að stundum færi betur á því að fjölmiðlar slökktu á míkrafóninum... u ... ok.... þetta var traustvekjandi,“ segir Helga Vala og bætir við broskalli.Guðmundur Andri er ekki alveg til í að kaupa það að Katrín Jakobsdóttir sé alpha og omega í því að koma loftslagsmálum á dagskrá.Vísir/EyþórNokkrar umræður spinnast á síðu Helgu Völu og þykir ýmsum skjóta skökku við að þingflokksformaðurinn sé að mælast til þess að fjölmiðlar passi uppá framgöngu þingmannanna svo þeir megi halda andlitinu.Hæpið að eigna Katrínu loftslagsmálin Framganga Bjarkeyjar er einnig til umræðu á Facebooksíðu þingmannsins Guðmundar Andra Thorssonar sem klórar sér í kollinum. Hann er hins vegar að velta öðrum atriðum fyrir sér sem fram komu í máli Bjarkeyjar. „Bjarkey Ólsen talsmaður VG að segja í útvarpinu að enginn hafi talað um loftslagsmál fyrir tveimur árum nema Katrín Jakobsdóttir sem vakið hafi athygli okkar á vandanum. Það er nefnilega það. Mannkynið hefur vitað af þessum ógnum og hvað ber að gera frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og árið 2017 var undirritaður Parísarsáttmáli þjóða heims um losun gróðurhúsalofttegunda, að ég held án verulegs atbeina Katrínar. Spurning um svolítið námskeið um loftslagsmál innan þingflokks VG?“ spyr Guðmundur Andri.Píratar hæðast að þingflokksformanninum Snæbjörn Brynjarsson leggur orð í belg á síðu Guðmundar Andra: „Katrín Jakobsdóttir er líka samkvæmt þingflokki VG fyrsti vinstrisinnaði kvenkyns forsætisráðherrann svo það er ekki víst að þau muni langt aftur.“ Hann skrifar einnig athugasemd um téð viðtal í Facebookhóp Pírata þar sem ummæli Bjargeyjar eru höfð að háði og spotti og meðal annars bent á að þetta sé Trump-línan: „Var að hlusta á morgunvaktina á rás 1. Þar var Bjarkey Olsen þingflokksformaður spurð út í hvers vegna traust á stjórnmálamönnum væri lítið. Það reyndist að mati formannsins vera vegna fjölmiðla og hvernig þeir segja frá pólitíkinni.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Sjá meira
Ummæli Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, hafa vakið furðu einkum í herbúðum Samfylkingar sem og Pírata. Bjarkey var í viðtali á Morgunvakt Rásar 1 í morgun ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson Viðreisn. Þar voru loftslagsmál, peningastefna og krónan meðal annars til umræðu. Og svo traust til stjórnmálamanna eða vantraust öllu heldur, sem snúa þá meðal annars að fornfálegum vinnubrögðum.Fjölmiðlar henda á loft „sölulegum“ ummælum „Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því,“ sagði Bjarkey. „Við þekkjum það alvega þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt þá eru kamerurnar komnar og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til að komast í fjölmiðlana. Það er líka það sem þarf svolítið að veiða úr…“Helgu Völu þykir ummæli Bjarkeyjar hláleg, í besta falli.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÓðinn Jónsson, einn umsjónarmanna þáttarins, skaut þá inní því að það væru þau sem væru með orðið? Og er helst á honum að heyra að honum þyki það sérkennilegt ef fjölmiðlamenn eigi að passa uppá að vafasöm ummæli þingmanna rati ekki fyrir almenningssjónir. „Vissulega,“ sagði þá Bjarkey. „En það er hvatningin til þess. Og fjölmiðlarnir eru ekkert endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er heldur bara; þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn og það er ekki hægt að neita því að það hefur verið þannig. Því miður finnst mér.“Traustvekjandi afstaða eða kannski ekki Helga Vala Helgadóttir furðar sig á orðum Bjarkeyjar og segir á sinni Facebooksíðu: „Þingflokksformaður VG, Bjarkey Ólsen, sagði aðspurði í morgunútvarpinu í umræðu um hvað þyrfti til að auka traust á stjórnmálum að stundum færi betur á því að fjölmiðlar slökktu á míkrafóninum... u ... ok.... þetta var traustvekjandi,“ segir Helga Vala og bætir við broskalli.Guðmundur Andri er ekki alveg til í að kaupa það að Katrín Jakobsdóttir sé alpha og omega í því að koma loftslagsmálum á dagskrá.Vísir/EyþórNokkrar umræður spinnast á síðu Helgu Völu og þykir ýmsum skjóta skökku við að þingflokksformaðurinn sé að mælast til þess að fjölmiðlar passi uppá framgöngu þingmannanna svo þeir megi halda andlitinu.Hæpið að eigna Katrínu loftslagsmálin Framganga Bjarkeyjar er einnig til umræðu á Facebooksíðu þingmannsins Guðmundar Andra Thorssonar sem klórar sér í kollinum. Hann er hins vegar að velta öðrum atriðum fyrir sér sem fram komu í máli Bjarkeyjar. „Bjarkey Ólsen talsmaður VG að segja í útvarpinu að enginn hafi talað um loftslagsmál fyrir tveimur árum nema Katrín Jakobsdóttir sem vakið hafi athygli okkar á vandanum. Það er nefnilega það. Mannkynið hefur vitað af þessum ógnum og hvað ber að gera frá því á sjöunda áratug síðustu aldar og árið 2017 var undirritaður Parísarsáttmáli þjóða heims um losun gróðurhúsalofttegunda, að ég held án verulegs atbeina Katrínar. Spurning um svolítið námskeið um loftslagsmál innan þingflokks VG?“ spyr Guðmundur Andri.Píratar hæðast að þingflokksformanninum Snæbjörn Brynjarsson leggur orð í belg á síðu Guðmundar Andra: „Katrín Jakobsdóttir er líka samkvæmt þingflokki VG fyrsti vinstrisinnaði kvenkyns forsætisráðherrann svo það er ekki víst að þau muni langt aftur.“ Hann skrifar einnig athugasemd um téð viðtal í Facebookhóp Pírata þar sem ummæli Bjargeyjar eru höfð að háði og spotti og meðal annars bent á að þetta sé Trump-línan: „Var að hlusta á morgunvaktina á rás 1. Þar var Bjarkey Olsen þingflokksformaður spurð út í hvers vegna traust á stjórnmálamönnum væri lítið. Það reyndist að mati formannsins vera vegna fjölmiðla og hvernig þeir segja frá pólitíkinni.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30 Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Sjá meira
Nauðsynlegt að setja heildarlög um vernd uppljóstrara Þingmannafrumvörp um vernd sem þessa hafa fjórum sinnum verið lögð fram en ekki náð fram að ganga. 6. september 2018 19:30
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00