Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 10:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30