Togaði í bremsu andstæðings á 225 kílómetra hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:00 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira