Hálfíslenska tvíeykið Pale & Paler vann CrossFit-mót í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 13:00 Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner. Mynd/Fésbókin/Swiss Alpine Battle Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Það voru ekki aðeins slæm úrslit fyrir íslenska íþróttamenn i Sviss um helgina þrátt fyrir skellinn í fótboltanum. Öflugasti CrossFit maður Íslands sá til þess. Ísland átti nefnilega fulltrúa efst á palli á CrossFit-mótinu Swiss Alpine Battle en það voru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Patrick Vellner sem unnu þetta mót. Swiss Alpine Battle er parakeppni en þar keppa annarsvegar saman karl og kona og hinsvegar tvær karlar. Það er einnig keppt í öldungaflokki. Björgvin Karl og Patrick völdu sér nafnið Pale & Paler og þeir leyfðu sér með því að skjóta aðeins á nokkra keppendur sem leggja mikið upp úr brúnkunni. „Í sambandi við Pale & Paler þá sýndum við Patrick Vellner heiminum að þú þarft ekki að vera brúnn til að vinna,“ skrifaði Björgvin karl á Instagram eftir mótið. „Ég hefði ekki getað beðið um betri vængmann. Miklar þakkir til Pat og farðu varlega á heimleiðinni,“ bætti Björgvin Karl við. Patrick Vellner er frá Kanada. Pale & Paler endaði með 795 stig eða með 72,5 stigi meira en pólska tvíeykið Polish Beasts. Finnar urðu síðan í þriðja sætinu. Pale & Paler byrjuðu ekki alltof vel, lentu í sjöunda sæti í fyrstu grein og í fjórða sæti í annarri ghrein. Þeir unnu hins vegar næstu tvær greinar og komu sér inn í toppbaráttuna. Björgvin Karl og Patrick gryggðu sér svo sigurinn með því að vinna þrjár síðustu greinarnar. Þeir unnu því fimm af tíu greinum keppninnar eða helminginn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Björgvins á Instagram. View this post on InstagramThe @SwissAlpineBattle was an absolute banger Set in incredible surroundings in the Swiss Alps and superbly organized. Big thanks to the staff, organizers and sponsors of the tournament. A thoroughly fun and challenging competition that I´ll be more than willing to participate in again _ As far as team Pale & Paler goes, me and @pvellner proudly showed the world that you don´t need a tan to win. I could not have asked for a better wingman. Massive thanks for the past few days Pat and safe travels home _ _ _ #SAB2018 #SwissAlpineBattle #PaleAndPaler #Winners #VirusIntl #ThePassionThatDefiniesYou #rpstrength #Sportvorur #TheTrainingPlan #kriacycles #iamspecialized #wowair #BaklandMgmt #crossfithengill A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) on Sep 10, 2018 at 2:10am PDT
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira