Dómsmál í vegi uppbyggingar hjúkrunarrýma í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 06:30 Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. Vísir/Pjetur Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira