Berst við kerfil með óblandaðri edikssýru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. september 2018 06:00 Byggðaráðið í Húnaþinga vestra tekur undir áskorun konu á Hvammstanga sem vill aðgerðir vegna útbreiðslu kerfils. „Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira