Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 07:00 Gervitunglamynd af Florence. Flórída sést uppi til vinstri. Vísir/AP Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög. Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög.
Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira