DIY-hljómsveitin BSÍ stöðvaði umferðina Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. september 2018 06:00 Þau Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender skipa hljómsveitina BSÍ sem gaf út sína fyrstu plötu á föstudag. Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Við bjuggumst við meiri upplausn og reiði en fólkið var reyndar aðallega hissa og skildi ekki alveg hvað var í gangi og varð kannski smá pirrað yfir því að einhver væri að reyna að trufla heilögu umferðina,“ segja þau Sigurlaug Thorarensen, sem spilar á trommur og syngur, og Julius Rothlaender, sem plokkar bassann í hljómsveitinni BSÍ. Myndbandið við fyrsta lag hljómsveitarinnar hefur vakið nokkra athygli en þar standa þau Sigurlaug og Julius á gangbrautinni á Hringbraut og stöðva þannig umferð. Myndbandið er ekkert sérstaklega flókið. Þau standa bara þarna og stoppa umferð. Sífellt bætist við bílaflotann sem tefst þær mínútur sem lagið er. „Hljómsveitin heitir BSÍ meðal annars vegna þess að við erum sérstaklega áhugasöm um umferðarmenningu. Okkur finnst til dæmis bílamenningin og bílafíknin á Íslandi svolítið spes og umhugsunarverð. Með myndbandinu og gjörningnum erum við að reyna að varpa ljósi á hvað það er í raun hlægilegt að í smáborg eins og Reykjavík, þar sem tiltölulega fáir búa sé mjög hátt hlutfall einkabíla – og það minnir okkur á kunnugleg kapítalísk munstur – fáir sem eiga margt.“ Þau segja að viðbrögð fólksins í bílunum hafi komið þeim svolítið á óvart. Hvað fólk var í raun bara rólegt og beið þolinmótt. Þau fengu svo eftirlitsmyndirnar frá vini sínum í lögreglunni. Hljómsveitin varð til því þau vildu prófa sig áfram og leika sér með ný hljóðfæri sem þau kynnu ekki á. „Ægir, vinur okkar, bauð okkur að vera í kjallararýminu hans í R6013 til að gera einmitt þetta. Við vorum eiginlega bara rétt byrjuð að leika okkur og áður en við vissum af vorum við komin með nokkur lög, sem við fengum síðan líka að taka upp í rýminu.“ Þau fóru í smá ferðalag til Berlín þar sem þeim bauðst að halda nokkra tónleika. Fyrsta plata þeirra kom svo út á föstudaginn á vegum Why Not? sem er DIY-plötuútgáfa í samstarfi við Tomatenplatten, sem er DIY-útgáfufyrirtæki í Berlín. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira